Innlent

Lögreglumenn íhuga að segja sig úr óeirðasveitinni

Mynd/Arnþór
Svo gæti farið að lögreglumenn á Suðurnesjum hætti í óeirðasveit lögreglunnar. Víkurfréttir hafa þetta eftir Hjálmari Hjálmarssyni hjá Lögreglufélagi Suðurnesja en málið verður rætt á félagsfundi sem hefst klukkan fjögur í dag.

Hjálmar segist í samtali við Víkurfréttir telja góðar líkur á því að þetta verði ákveðið. Enginn samningur hafi verið gerður um þessi mál og segir Hjálmar að menn hafi fyrst og fremst litið á það sem siðferðislega skyldu sína að vera í sveitinni, en 24 lögreglumenn frá Suðurnesjum eru í sveitinni. Lögreglumenn hafa staðið í kjaradeilu við yfirvöld í tæpt ár og úrskurður gerðardóms í málum þeirra frá því fyrir helgi hefur ekki fengið góðar viðtökur.

Frétt Víkurfrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×