Innlent

Utanríkismálanefnd fundar um Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Utanríkismálanefnd fundar um Icesave.
Utanríkismálanefnd fundar um Icesave. Mynd/ Sigurjón.
Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til þess að funda um stöðuna í Icesave. Fram kom í yfirlýsingu Oda Helen Sletnes, forstjóra Eftirlitsstofnunar EFTA, í síðustu viku að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um hvort málinu yrði vísað til EFTA-dómstólsins. ESA bíði nú eftir svari íslenskra stjórnvalda við rökstuddu áliti stofnunarinnar frá 10. júní síðastliðins.

Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að svarinu verði skilað fyrir lok þessa mánaðar og það svar verður skoðað áður en ákvörðun um málshöfðun verður tekin.

Á fundi utanríkismálanefndar eru meðal annars Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra og Jóhannes Karl Sveinsson, sem átti sæti í samninganefnd Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×