Innlent

Einn kærður fyrir að vera ekki með skotvopnaleyfi

Mynd/Rósa
Eftirlit hefur verið með skotveiðimönnum á Suðurlandi síðustu daga og var einn kærður í vikunni fyrir að vera ekki með tilskilin leyfi meðferðis og fyrir að vera með vopn sem ekki var skráð á hann. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tiltölulega auðvelt sé að hafa þessi mál í lagi en ávallt skal skotvopnaleyfi vera meðferðis ásamt veiðikorti og þurfa þessi leyfi að vera í gildi. Þá bendir lögregla á að notkunarheimild þurfi að vera fyrir skotvopni sem ekki er skráð á viðkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×