Erlent

Gríðarleg flóð á Indlandi - minnst áttatíu látnir

Mynd/AP
Rúmlega tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín í héruðunum Uttar Pradesh og Bihar á Indlandi vegna mikilla vatnavaxta sem hafa færst í aukana síðustu daga. Gríðarlegar monsún rigningar hafa verið á svæðinu í hálfan mánuð og hafa rúmlega áttatíu manns látið lífið í slysum sem tengjast flóðunum. Björgunarsveitum hefur tekist að koma 60 þúsund manns til hjálpar og matvælaaðstoð er hafin til þeirra svæða, sem einangrast hafa sökum flóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×