Erlent

Vann tæpa tvo milljarða á Netinu

Leikurinn Mega Fortune
Leikurinn Mega Fortune mynd úr safni
Norðmaður á þrítugsaldri frá Hörðalandi í Noregi vann í gær rúmlega 92 milljónir norskra króna, eða næstum því 1,9 milljarða íslenskra kórna, á internetinu í gegnum veðmálasíðuna Betsson. Það má segja að tímakaupið hafi verið ansi gott því hann lagði ekki eina einustu krónu í spilið.

Maðurinn hafði verið að horfa á bíómynd og þegar hann fór upp í rúm að sofa ákvað hann að taka fartölvuna með sér. Hann sá þá að hann hafði fengið tíu ókeypis tilraunir í fjárhættuspili sem kallast Mega Fortune. Hann vann smáar upphæðir í fyrstu og þegar var komið að síðustu tilrauninni, átti hann 69 norskar krónur inni. Þegar síðasti snúningurinn stöðvaðist uppgötvaði hann að hann hafði skyndilega orðið milljónamæringur.

„Jafnvel í mínum viltustu draumum hefði ég ekki getað hugsað um að vinna pottinn. En það gerðist og ég er í skýjunum með það," segir hann.

Hann hefur fengið fjármálaráðgjafa til að leiðbeina sér hvernig hann getur ráðstafað fénu. Þetta er stærsti vinningurinn í sögu fjárhættuspila á internetinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×