Innlent

Rökin í Icesave kynnt fyrir utanríkismálanefnd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti svar íslenskra stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir utanríkismálanefnd Alþingis í morgun.

Eins og fram hefur komið sendi Eftirlitsstofnun EFTA Íslendingum rökstutt álit vegna Icesave málsins þann 10. júní síðastliðinn þar sem fram kemur að Íslendingum beri skylda til þess að ábyrgjast greiðslur úr þrotabúi Landsbankans. Íslensk stjórnvöld fengu frest til loka september til þess að svara álitinu. Því er ljóst að svarið verður sent fyrir helgi.

„Efnahags- og viðskiptaráðherra var bara að fara yfir það hvernig hann hygðist svara ESA og svo voru umræður um það," segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, aðspurður um fundinn í morgun. Árni Þór segist vera nokkuð sáttur við það svar sem ráðherra kynnti fyrir nefndinni, enda sé það í samræmi við þann málflutning sem Ísland hefur haldið uppi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×