Innlent

Embættismenn enn undir feldi vegna rjúpunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óvíst er hvort rjúpnaveiði verður heimiluð í ár.
Óvíst er hvort rjúpnaveiði verður heimiluð í ár. Mynd/ Kristján.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvernig rjúpnaveiði verður háttað.

Ráðherra tekur ákvörðun eftir að hafa fengið umsögn frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þessar tvær stofnanir að vinna að mati áður en umsögn er gefin.

Undanfarin ár hefur verið í gildi sölubann á rjúpu til að stemma stigu við veiðum, en til tals hefur komið að banna veiðarnar alveg í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×