Erlent

Píranafiskar bitu brasilíska baðstrandargesti

Mynd/AFP
Yfirvöld í norðaustur Brasilíu reyna nú hvað þau geta til þess að róa almenning en um helgina voru að minnsta kosti 100 baðstrandargestir bitnir af píranafiskum, en þessir litlu fiskar hafa illt orð á sér enda vel tenntir með afbrigðum.

Þeir leggja ekki í vana sinn að ráðast á fólk en nú virðist sem fjöldi þeirra á svæðinu sé orðinn og mikill til þess að næg fæða sé fyrir hendi og þá hafa þeir brugðið á það ráð að bragða á tám sólstrandargesta.

Yfirvöld hafa reynt að gefa fiskunum fóður til þess að minnka matarlystina og er vonast til þess að það dugi. Þó er viðbúið að bæjarbúar og ferðamenn hugsi sig tvisvar um á næstunni áður en þeir leggjast til sunds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×