Innlent

Brotist inn í fjölda bíla um helgina

Brotist var inn í á annan tug bíla á höfuðborgarsvæðinu um helgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Úr þeim var stolið m.a. GPS-tækjum, fartölvum, greiðslukortum, radarvörum og svokölluðum Ipod-um. Sem fyrr ítrekar lögreglan að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.

Um helgina stöðvaði lögreglan svo för sex ökumanna sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 19-34 ára og ein kona, 20 ára. Til viðbótar var 16 ára piltur staðinn að akstri fólksbíl en sá hefur aldrei öðlast ökuréttindi, eðli málsins samkvæmt.

Þá voru sex ökumenn  teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík um helgina. Þetta voru fjórar konur á aldrinum 18-39 ára og tveir karlar, 17 og 32 ára. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×