Innlent

Börn læra kínversku í grunnskólum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í dag er dagur tungumála í Evrópu.
Í dag er dagur tungumála í Evrópu. Mynd/ Getty.
Alls lærðu 23 börn kínversku í grunnskólum landsins á síðasta skólaári, 463 lærðu spænsku, 179 börn lærðu þýsku og 174 börn lærðu frönsku. Þetta kemur fram í upplýsingum Hagstofu Íslands, en þar kemur jafnframt fram að ekki hafi áður verið grunnskólanemendur í kínversku frá upphafi gagnasöfnunar Hagstofu Íslands. Tölurnar eru birtar í tilefni af degi tungumála í Evrópu, sem er í dag.

Hagstofan segir að grunnskólanemendum sem læra þrjú tungumál hafi farið fækkandi frá skólaárinu 2001-2002 þegar þeir voru flestir, en þá voru þeir 1.656. Síðastliðið skólaár lærðu 720 grunnskólanemendur þrjú tungumál. Þriðja tungumál er yfirleitt kennt sem valgrein í íslenskum grunnskólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×