Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á Mosfellsheiði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla Gæslunnar var kölluð út.
Þyrla Gæslunnar var kölluð út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á Mosfellsheiði, auk vel útbúinna björgunarsveitamanna á höfuðborgarsvæðinu og sjúkraflutningamanna, til þess að hlúa að manni sem hafði veikst utan alfaraleiðar eftir hádegið í dag. Á endanum tókst þyrlunni að lenda til þess að ná í manninn og því var ekki þörf á sjúkraliðinu eða björgunarsveitamönnunum. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um heilsu viðkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×