Erlent

Vinstri menn taka völdin í efri deild franska þingsins

Sarkozy á góðri stund með Silvio Berlusconi. Hann á nú undir högg að sækja heimafyrir.
Sarkozy á góðri stund með Silvio Berlusconi. Hann á nú undir högg að sækja heimafyrir.
Úrslit kosninga til efri deildar franska þingsins í gær eru sögð mikið áfall fyrir Nicholas Sarkozy Frakklandsforseta, en vinstrisinnar náðu þar meirihluta í fyrsta sinn í rúma hálfa öld. Kosið var um helming þingsæta í þetta sinnið en alls sitja 348 þingmenn í efri deildinni.

Efri deild franska þingsins er almennt ekki talin mjög valdamikil í landinu en þó gegnir forseti hennar, sem nú verður vinstri maður, hlutverki varaforseta landsins. Hann tæki því við stjórnartaumunum ef Sarkozy forfallaðist.

Stjórnmálaskýrendur segja kosningarnar einnig mikilvæga vísbendingu fyrir næstu forsetakosningar, haldnar verða að sjö mánuðum liðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×