Fleiri fréttir

Stóra golfvallarmálið: Mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa

„Skammarlega lág fjárhagsaðstoð hefur í för með sér að fjöldi fólks leitar aðstoðar líknarfélaga,“ sagði Sóley Tómasdóttir, Vinstri-grænum, í umræðum um styrk til Golfklúbbs Reykjavíkur, til að stækka golfvöll félagsins. 230 milljóna króna framlag borgarinnar til klúbbins hefur nú verið rætt í Borgarstjórn ríflega klukkustund.

Báðar konurnar fundnar

Báðar konurnar sem leitað hefur verið að síðan í nótt eru fundnar. Konan fannst gangandi hjá Einhyrning suðvestur af Hattfelli. Hún var köld og hrakin þegar hún fannst.

Líkamsárásir kærðar í Vestmannaeyjum

Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir Páskahelgina og var í báðum tilvikum um minniháttar áverka að ræða. Báðar árásirnar áttu sér stað aðfaranótt 3. apríl. Önnur í Höllinni þar sem dyravörður var sleginn af gesti staðarins en hin átti sér stað við heimahús í Áshamri.

Borgarstjórn ætlar að draga úr umferðarhraða

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag tillögu borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í hverfum borgarinnar. Með aðgerðunum er ætlunin að fækka umferðarslysum og auka öryggi vegfarenda.

Annasöm páskahelgi á Akranesi

Nokkuð var um ölvun og róstur um páskahelgina á Akranesi og þurfti lögregla nokkrum sinnum að grípa inn í. Einn fékk hnefahögg í andlitið á skemmtistað með þeim afleiðingum að framtönn brotnaði og annar var marinn og blár eftir að gengið var í skrokk á honum fyrir utan skemmtistað.

Enn leitað að ferðalöngum

Ferðalangarnir sem leitað er að á Suðurlandi hafa ekki fundist þrátt fyrir gríðarlega mikla leit. Um er að ræða karlmann og tvær konur sem hafa verið týnd síðan í fyrrinótt. Fólkið var í sambandi við lögregluna á Hvolsvelli aðfaranótt mánudags. Þá voru þau villt en héldu að þau væri í Fljótshlíðinni. Síðan taldi ökumaður sig hafa fundið slóða og lauk þar með samskiptunum.

Utankjörfundaatkvæðagreiðslan hafin

Hægt er að kjósa utan kjörfundar, í sveitarstjórnarkosningunum í vor, hjá Sýslumanninum í Reykjavík, frá og með deginum í dag. Skrifstofa sýslumannsins er opin frá 9 að morgni til klukkan 15:30 og frá hádegi til klukkan tvö eftir hádegið um helgar.

Fáfnismenn vilja alls fjórar milljónir frá íslenska ríkinu

Sjö einstaklingar, sem tilheyrðu vélhjólaklúbbnum Fáfni, en hann heitir núna MC Iceland og eru svokallaðir Hells Angels Prospeckt, vilja alls 4,2 milljónir fyrir meintar ólögmætar handtökur. Málin voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en aðalmeðferð hefur verið ákveðin 26. september. Vegna anna hjá héraðsdómi var ekki hægt að rétta í málunum fyrr.

Tekist á um 230 milljóna króna golfvöll í borgarstjórn í dag

Á fundi borgarstjórnar í dag verða greidd atkvæði um tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins um að settar verði 230 milljónir í 9 holu golfvöll. Málið var afgreitt í ágreiningi úr borgarráði fyrir páska og kemur það því í hlut fullskipaðrar borgarstjórnar að ráða úrslitum þess á borgarstjórnarfundi sem hefst klukkan tvö í dag.

Frændi sefur

Tvær konur voru handteknar á flugvellinum í Liverpool um páskana þegar þær reyndu að smygla líki ættingja síns í hjólastól um borð í vél til Berlínar.

Vilja fund vegna áminningar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hefur farið fram á fund í heilbrigðisnefnd.

Snjóflóð féll á skíðasvæði

Óvenju stórt snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði á Páskadag og olli skemmdum á mannvirkjum. Nýlega var búið að loka svæðinu þegar flóðið féll og var því engin þar á ferð.

Landhelgisgæslan leitar ferðalanga

Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin suður á land til þess að leita að þremur einstaklingum sem hafa verið týndir síðan í fyrrinótt.

Varað við salmonellu í kjúklingi

Komið hefur upp grunur um salmonella smit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna.

Víða snjóflóðahætta

Snjóþekja er á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla þar er mikil snjóflóðahætta, eru vegfarendur beðnir að vera ekki þar á ferð að nauðsynjalausu. Ófært er á Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs og beðið er með mokstur.

Farfuglaheimili fær Svaninn í dag

Farfuglaheimilunum í Laugardal og við Vesturgötu verða veitt vottun norræna umhverfismerkisins Svansins í dag til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.

Elian litli orðinn sextán ára

Fjölmiðlar á Kúbu hafa birt nýjar myndir af piltinum Elian Gonzales sem varð frægasti flóttamaður Bandaríkjanna árið 2000.

Þriggja leitað í Fljótshlíð

Lögreglan á Hvolsvelli og björguarsveitarmenn á fjórum jeppum hófu í nótt leit að tveimur konum og einum karlmanni, sem fóru í fyrradag austur í Fljótshlíð á bláum Honda jepplingi með einkanúmerinu R 532.

Keyra á Þeistareyki og Búðarháls af stað

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að menn gleymi gjarnan þeim uppbyggingaráformum sem fyrirhuguð eru við Þeistareyki. Þar ætli stjórnvöld sér mikla hluti. Hún segir Icesave hafa verið til trafala þegar kemur að fjármögnun.

Brown boðar til kosninga í maí

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands mun í dag tilkynna að þingkosningar fari fram í landinu sjötta maí næstkomandi.

Risa olíuskipi rænt

Olíuskipið er 300 þúsund lestir að stærð og er með olíufarm að verðmæti 160 milljóna dollara. Tuttugu og fjögurra manna áhöfn er um borð.

Vegtollar lækki bensíngjald

Nefnd fjögurra stjórnmálaflokka hefur velt upp þeim möguleika að setja vegtolla á þrjár stofnleiðir inn í höfuðborgina. Engar ákvarðanir hafa verið teknar.

Íslandsbanki afnemur heimildargjald

Íslandsbanki hefur ákveðið að afnema heimildargjald, einnig þekkt sem viðskiptagjald, af yfirdráttarreikningum viðskiptavina sinna. Ákvörðunin tók gildi 21. mars.

Halldór hefur göngu sína

Skopmyndir Halldórs Baldurssonar hefja göngu sína í Fréttablaðinu í dag. Myndir Halldórs munu birtast í blaðinu alla virka daga, en skopmyndir Gunnars Karlssonar munu áfram birtast í helgarútgáfu blaðsins. Halldór hefur teiknað skopmyndir í fjölmiðla frá árinu 1984; á Viðskiptablaðinu, Blaðinu, 24 stundum og síðast Morgunblaðinu.

Ekki flýtimeðferð vegna ESB

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, telur að Íslendingar eigi að taka þann tíma sem til þarf vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu (ESB). Honum hugnast ekki að landið fái flýtimeðferð.

Hindra olíuleka

Hópur manna vann í gær að því að stöðva olíuleka úr kínversku kolaflutningaskipi sem strandaði út af ströndum Ástralíu, við stærsta kóralrif heims.

Bændur óttast að útvaldir fái mjólkurkvóta

„Ef kemur til þess að bú verða tekin til skipta í gegnum lánastofnanir þá er hættan sú að verðmætum verði ráðstafað til valinna aðila. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang og það eina sem ráði því hver fær er hvort viðkomandi geti greitt eða ekki. Þetta gengur út á það að slíta á tengslin

Stjórnsýslan í Kanada þótti of þung í vöfum

Áður en E.C.A. Program óskaði eftir að skrá vopnlausar orrustuþotur hér á landi og fá aðstöðu fyrir viðhalds- og þjónustustöð á Keflavíkurvelli hafði fyrirtækið árangurslaust átt í viðræðum við Kanadastjórn um aðstöðu á Labrador.

Engir fundir á dagskrá um Icesave

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um fundi samninganefnda Íslendinga, Hollendinga og Breta vegna Icesave. Búist er við að Gordon Brown rjúfi breska þingið í dag og boði til kosninga í byrjun maí. Það setji mönnum þröngar skorður hvað varðar samninga.

Áttatíu milljónir til veikra barna

Verkefnisstjórn félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmála­ráðu­­neytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að úthluta 80 milljónum króna til verkefna sem ætlað er að efla þjónustu í heimabyggð við langveik börn og börn með

Segir reglugerðina vera fordæmalausa

„Hér með tilkynnist þér að ráðgert er að áminna þig fyrir brot á almennum starfskyldum ríkisstarfsmanna…“ Þannig hefst bréf sem Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra sendi Steingrími Ara Arasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í síðustu viku. Ástæðan er erindi Steingríms til Ríkisendurskoðunar, án vitundar ráðherrans.

Hótar að ganga yfir til talibana

Afganistan, AP Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur hótað að ganga til liðs við talibanahreyfinguna og segja skilið við stjórnmál losni hann ekki við utanaðkomandi þrýsting um að útrýma spillingu úr stjórn sinni. Karzai sagði þetta á lokuðum fundi með hópi afganskra þingmanna á laugardag. „Hann sagði að uppreisnin myndi þá breytast í andspyrnu,“ segir Farooq Marenai, einn þingmannanna. Marenai sagði Karzai hafa verið taugaóstyrkan á fundinum.- gb

Sváfu hangandi í beltum lokaðir inni í námu

Kína, AP 115 kínverskir námuverkamenn björguðust í gær eftir rúmlega viku innilokun í námugöngum. Þeir lokuðust inni á pálmasunnudag þegar vatn flæddi niður í námuna.

Páfinn: Prestar verða að hegða sér eins og englar

Benedikt XVI páfi segir að kaþólskir prestar verði að hegða sér eins og „englar og sendiboðar Krists". Þetta sagði páfinn við helgistund í dag. Enn berast sögur af því að kirkjan hafi látið hjá liða að bregðast við ásökunum á hendur prestum um kynferðislega misnotkun.

Sjá næstu 50 fréttir