Fleiri fréttir

Jón Böðvarsson látinn

Jón Böðvarsson, fyrrverandi skólameistari og ritstjóri iðnsögu Íslendinga, lést í gær á Landspítalanum. Hann var fæddur 2. maí 1930 og hefði því orðið áttatíu ára gamall í byrjun næsta mánaðar.

Vegtollar ef til vill eina leiðin

„Auðvitað finnst manni vegtollar ekki vera spennandi kostur en ef það getur orðið til þess að það verði hægt að gera vegina öruggari og ljúka þessum framkvæmdum að þá má vera að það sé ekki önnur leið,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri á Selfossi.

Tveir menn viðurkenndu líkamsárás á Ísafirði

Tveir menn hafa viðurkennt aðild að líkamsárás í gleðskap í heimahúsi á Ísafirði aðfarnótt föstudagsins. Annar þessara aðila hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins.

Vongóð um sátt í læknadeilu

Almennir læknar á Landspítalanum eru ekki enn komnir til starfa. Þeir lögðu niður vinnu á miðnætti á miðvikudagskvöld vegna ósamkomulags um fyrirkomulag vinnutíma.

Vonskuveður á gosstöðvunum

Versnandi veður er á gosstöðvunum samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum á Fimmvörðuhálsi og í Þórsmörk. Nú er þar hvasst, mjög lítið skyggni og ekkert ferðaveður. Veðurspáin gerir ráð fyrir vaxandi norðaustan átt, 13-20 metrum á sek sunnan- og austanlands um hádegi og talsverðri úrkomu síðdegis.

Óku á meira en tvöföldum hámarkshraða

Þrír ungir menn voru teknir í bíl á leið um Borgarnes eftir miðnættið í nótt. Ökumaður bifreiðarinnar ók á yfir 100 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann var auk þess undir áhrifum fíkniefna. Þá voru þeir með lítilræði af fíkniefnum meðferðis.

Þrjú útköll vegna sinuelda í nótt

Slökkviliðið var þrisvar sinnum kallað út í nótt vegna sinuelda. Einn þeirra var við Garðakirkju á Álftanesi rétt fyrir miðnætti og tveir við Hlíðaberg í Hafnarfirði, um hálffjögurleytið í fyrra skiptið og hálffimmleytið í seinna skiptið.

Þrjár líkamsárásir í miðborginni í nótt

Lögreglan fékk tilkynningar um þrjár líkamsárásir við skemmtistaði í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þær voru allar minniháttar að sögn lögreglu. Enginn slasaðist alvarlega og enginn var handtekinn vegna þeirra. Lögreglan segir að það hafi verið smá erill í kringum skemmtistaðina í nótt en ekkert mikið miðað við það sem gerist um aðrar helgar.

NATO viðurkennir dráp á óbreyttum borgurum

Talsmenn NATO í Afganistan viðurkenndu í gærkvöldi að fimm óbreyttir borgarar hefðu látist í næturárás á hús í suðausturhluta landsins í febrúar síðastliðinn. Næturárásir af þessu tagi hafa verið harðlega gagnrýndar af heimamönnum í landinu og hefur Hamid Karzai forseti krafist þess að NATO láti af þeim þegar í stað.

Snarpir skjálftar við strendur Mexíkó

Snarpir jarðskjálftar skóku strendur Bandaríkjanna og Mexíkó í gærkvöld. Sá snarpasti var 7,2 á Richter. Hans varð vart í Baja Kalíforníu, Arizona og suðurhluta Kalíforníu, að því er fréttastofa CNN hefur eftir Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna.

Keppt um bestu gosmyndina á Facebook

Efnt hefur verið til ljósmyndasamkeppni á Facebook þar sem keppt er um flottustu ljósmyndina sem tengist eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt og verðlaunin eru ekki af verri endanum því í boði fyrir bestu myndina er þyrluflug á gosstöðvarnar í boði Norðurflugs, að því er aðstandendur síðunnar segja.

Kínverskir kolanámumenn finnast á lífi eftir viku

Níu kínverskum kolanámumönnum var í dag bjargað úr námu sem fylltist af vatni fyrir viku síðan. 153 verkamenn festust inni í námunni og hafa björgunaraðgerðir staðið síðan. Enn eru menn vongóðir um að fleiri finnist á lífi en þeir sem fundust í dag eru þeir fyrstu sem fundist hafa. Vatnsmagnið sem fyllti námuna er jafnmikið og þarf til þess að fylla fimmtíu og fimm 50 metra sundlaugar.

Magnaðar myndir af gosstöðvunum og næsta nágrenni

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins var á gosslóðum um páskahelgina og tók hann þessar mögnuðu myndir af gosinu á Fimmvörðuhálsi og nánasta umhverfi. Forsíðumynd fréttarinnar er tekin í Langadal og sýnir Skagfjörðsskála í gosbjarma.

Kveikt í sinu á Suðurlandi

Kveikt var í sinu nálægt Þykkvabænum í dag og vakti bruninn nokkra athygli vegfarenda enda margir á ferðinni á leið að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er óljóst hvernig kviknaði í sinunni en eldinum var leyft að brenna út. Ekki hafði verið fengið leyfi fyrir brunanum og er málið í rannsókn.

Reyndu að grafa sig inn í bankahvelfingu

Enn ein tilraunin var gerð í nótt til þess að grafa göng inn í bankahvelfinu í París. Þetta er þriðja tilraunin á þessu ári þar sem svokölluð termítagengi reyna þessa aðferð við bankarán. Í þetta sinn reyndu mennirnir að grafa sig inn í hvelfingu BNP Paribas bankans en höfðu ekki erindi sem erfiði og þurftu frá að hverfa. Áður en þeir forðuðu sér kveiktu þeir eld í kjallara bankans til þess að reyna að fela slóð sína.

Fjör á „Aldrei fór ég suður“

Gestum á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði fjölgaði nokkuð í gær og alls voru rúmlega tvö þúsund gestir mættir. En það voru ekki aðeins tónlistaráhugamenn á Ísafirði því gestir Skíðavikunnar nutu veðurblíðunnar á Ísafirði.

Ómar ósáttur við lokun Reykjavíkurflugvallar

Reykjavíkurflugvöllur er lokaður í dag í sparnaðarskyni, en þrjá flugumferðarstjóra þarf í flugturninn til að halda uppi flugstjórnarþjónustu. Ómar Ragnarsson þurfti að lenda á Tungubökkum í Mosfellsbæ af þeim sökum, en hann er óhress með lokunina og segir að ekki kosti krónu að leyfa áhugaflugmönnum að lenda sjálfum.

Umferð þyngist í átt að gosstöðvunum

Þung umferð bíla er nú á Suðurlandsvegi í nágrenni gosstöðvanna og hefur hún aukist mjög síðustu klukkustundir, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli.

Fjórir skotnir í Los Angeles

Fjórir voru skotnir til bana á veitingastað í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Þrír létust samstundis og sá fjórði lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. Tveir aðrir liggja særðir á spítala og er annar þeirra sagður í lífshættu. Hinn grunaði, hvítur karlmaður á fertugsaldri flúði af vettvangi og er hans nú leitað. Ekkert er vitað um ástæðu árásarinnar en heimildir SKY fréttastofunnar herma að um uppgjör hafi verið að ræða á milli glæpagengja frá Armeníu.

Villuljós á Breiðfirði aðfararnótt laugardags

Varðskipið Týr fór aðfararnótt laugardagsins í leit á Breiðafirði því Landhelgisgæslunni hafði borist tilkynning um torkennilegt ljós eða eld suður af Flatey. Engir bátar áttu að vera á svæðinu að því er fram kemur á heimasíðu Gæslunnar og enginn bátur svaraði þegar kallað var eftir.

Biskup: Tími uppgjörs og reikningsskila stendur yfir

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sagði í páskadagsprédikun í Dómkirkjunni í morgun að enn og aftur fengju menn að heyra ljótar sögur af framferði, viðhorfum og aðstæðum sem veltu öllu um koll á Íslandi.

Hóta hefndum fyrir morðið á Terreblanche

Stuðningsmenn Suður-Afríska öfgaleiðtogans Eugene Terreblanche hóta nú hefndum en leiðtoginn var myrtur á búgarði sínum í nótt. Terreblanche hélt því fram að hvíti kynstofninn væri öðrum æðri og barðist hann fyrir sjálfstæðu ríki hvítra í Suður-Afríku. Lögregla segir að Terreblanche, sem var 69 ára gamall, hafi verið barinn til dauða af tveimur vinnumönnum á búgarðinum en þeir höfðu staðið í vinnulaunadeilu.

Líkamsárás á Ísafirði: Einn í haldi en öðrum sleppt

Ástand manns sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Ísafirði aðfararnótt skírdags er stöðugt og er maðurinn úr lífshættu. Maðurinn var stunginn var í andlitið í gleðskap í heimahúsi á Ísafirði aðfararnótt skírdags, en hann var gestkomandi og hugðist sækja tónlistarhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður í bænum.

Minnt á lokanir vegna hættu frá gosinu

Almannavarnir minna á að gefnu tilefni að svæði í eins kílómetra radíus frá gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi er lokað allri umferð vegna þeirrar hættu sem stafar af gosinu. „Þessi lokun felur í sér að óheimilt er að fara um Heljarkamb og upp á Bröttufönn. Þá er svæði sem er innan fimm kílómetra frá gosstöðvunum skilgreint sem hættusvæði,“ segir í tilkynningu.

Búið að opna á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur

Búið er að opna veginn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar en hann var ófær í morgun. Á Suðurlandi eru vegir greiðfærir og víðast á Vesturlandi fyrir utan hálkubletti á Bröttubrekku.

Reykjavíkurflugvelli lokað í sparnaðarskyni

Reykjavíkurflugvöllur er lokaður og allt flug til og frá vellinum er bannað í dag og er þetta gert í sparnaðarskyni. Flugvöllurinn verður þó opnaður í neyðartilvikum.

Vatnavextir í Hvanná

Nú síðasta klukkutímann hefur vaxið nokkuð í Hvanná og er hún nú mórauð að sjá að sögn Samhæfingarstöðvar.

Þrjátíu féllu í þremur sprengingum í Bagdad

Þrjár öflugar sprengjur sprungu í Bagdad höfuðborg Íraks í morgun. Innanríkisráðherra landsins segir að 30 séu látnir hið minnsta. Ein sprengjan sprakk nærri íranska sendiráðinu í borginni og önnur er sögð hafa sprungið nærri sendiráði Þjóðverja. Í fyrradag voru 25 Súnníar teknir af lífi af byssumönnum sem dulbúnir voru sem íraskir hermenn í úthverfi borgarinnar.

Villtust á Fimmvörðuhálsi

Þrír piltar, sem voru rammvilltir á Fimmvörðuhálsi í nótt, fundust laust fyrir klukkan fimm í morgun í 900 metra hæð og utan hefðbundinnar gönguslóðar. Piltarnir eru fæddir árið 1988 og voru illa búnir þegar björgunarsveitir fundu þá og komu þeim til byggða en þeir höfðu sjálfir óskað eftir aðstoð.

Vélsleðamenn óku fram af hengju

Tveir vélsleðamenn óku fram af hengju rétt við Drangajökul um klukkan eitt í nótt. Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík kom þeim til aðstoðar og flutti þá á heilsugæslu bæjarins. Annar þeirra slasaðist á andliti og á handlegg en áverkarnir eru ekki alvarlegir að sögn lögreglu. Sleðarnir eru hin vegar mikið skemmdir.

Kippur í gosinu í nótt

Gosórói á eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi var með mesta móti í gærkvöldi og í nótt, en hefur hins vegar dvínað á ný með morgninum, að sögn Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings í Stykkishólmi.

Opið á Sigló og á Króknum - búið að opna Hlíðarfjall

Skíðasvæði landsins utan höfuðborgarsvæðisins eru mörg hver opin um páskana. Skíðasvæðið í Tindastól á Sauðárkróki verður opið frá 10 til 16 í dag þar er NV 4m/sek og fjögurra gráðu frost. Nokkuð snjófjúk er þar sem stendur mikið hefur snjóað þar síðustu daga og því mjög gott færi.

Of feitur til að fara í fangelsi

Maður í Flórída var á dögunum sakfelldur fyrir að svíkja út mat á fjölda veitingastaða og verslana. Hann játaði brotin fúslega á sig en þarf ekki að fara í fangelsi. Ástæðan fyrir því að George Joliceur þarf ekki að sitja inni er sú að kostnaður fangelsisins við að greiða fyrir læknisþjónustu og annað uppihald hans er of mikill.

Íransforseti gerir lítið úr hótunum um frekari þvinganir

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti segist alls óhræddur við það að Vesturveldin setji enn strangari viðskiptaþvinganir á Íran eins og hótað hefur verið. Í ræðu sem forsetinn hélt í dag kom fram að þvinganir þjöppuðu þjóð hans aðeins saman og gerðu hana óháðari öðrum þegar kæmi að tækniframförum og rannsóknum.

Tíu lögreglumenn slösuðust þegar útsala fór úr böndunum

Tíu lögreglumenn slösuðust í gær þegar átök brutust út á meðal tvö þúsund manna sem biðu eftir því að útsala hæfist hjá American Apparel versluninni á Brick Lane í London. Fyrirtækið varð að aflýsa útsölunni en hún hafði verið auglýst á Facebook og öðrum samskiptasíðum á Netinu. Á youtube má sjá hvernig lögreglumenn þurftu að beita fangbrögðum til þess að hafa hemil á kaupóðu fólkinu.

Dyngja í líkingu við Skjaldbreið gæti hlaðist upp

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi verður annaðhvort lítið og stutt hraungos eða þá dyngjugos, sem stendur árum saman og hleður upp myndarlegri dyngju í líkingu við Skjaldbreið. Þetta er mat Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings.

Stór sprunga hefur myndast við útsýnissvæðin

Fyrir þá sem hyggja á ferð á Fimmvörðuháls þá er rétt að hafa í huga að í nótt og dag hafa orðið nokkrar breytingar á svæðinu við eldstöðina. Að sögn Almannavarna hefur hraunið breytt úr sér á stærra svæði, þar sem útsýnissvæðin eru, og hefur það brætt mikið af snjó og ís.

Lottó: Potturinn fjórfaldur næst

Enginn var með allar tölu réttar í Lottóinu og verður potturinn því fjórfaldur næsta laugardag. Fimm heppnir spilarar voru hinsvegr með fjóra rétta og fá þeir 100 þúsund krónur hver í sinn hlut.

Pútín og Chavez hefja viðamikið samstarf

Vladimir Pútín forsætisráðherra Rússlands er nú staddur í heimsókn hjá Hugo Chavez forseta Venesúela og hafa ríkin tvö undirritað ýmsa samninga, meðal annars samning um að Rússar aðstoði Venesúela við að koma sér upp kjarnorkuveri. Annar samningur gerir ráð fyrir að Rússar hjálpi landinu til að koma sér upp iðnaði á sviði geimvísinda.

Engir fundir fyrirhugaðir í læknadeilu

Deilan milli almennra lækna og stjórnar Landspítalans er enn óleyst. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli stjórnar Landspítalans og læknanna og enginn úr þeirra röðum vill tjá sig um málið.

Sjá næstu 50 fréttir