Innlent

Íslandsbanki afnemur heimildargjald

 Það kom mörgum á óvart að heimildargjald væri innheimt, þegar Fréttablaðið greindi frá því, jafnvel innan bankanna sjálfra.
Það kom mörgum á óvart að heimildargjald væri innheimt, þegar Fréttablaðið greindi frá því, jafnvel innan bankanna sjálfra.
Íslandsbanki hefur ákveðið að afnema heimildargjald, einnig þekkt sem viðskiptagjald, af yfirdráttarreikningum viðskiptavina sinna. Ákvörðunin tók gildi 21. mars.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu 4. mars innheimtu allir stóru bankarnir þrír slíkt gjald, milli þrjú og fimm prósent. Almenna reglan var sú að gjaldið borgaði fólk sem ekki var í sérstakri vildarþjónustu hjá bönkunum og var með yfirdráttarheimildir sem ekki voru nýttar.

Bankarnir hafa sagt gjaldið innheimt í undantekningartilfellum; flestir viðskiptavinir séu í þess háttar viðskiptum, til dæmis náms-, eða gullvild, að þeir greiði það ekki. Gjaldið hafi verið algengara í gamla daga.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að það sé liður í endurskoðun gjaldskrár bankans að fella gjaldið niður.

Eftir því sem næst verður komist hefur Landsbankinn það líka á stefnuskránni að afnema heimildargjaldið.

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur lýst heimildargjaldi bankanna hér í blaðinu. Hann segir að það sé „út í hött að taka vexti af einhverju sem ekki er notað“.- kóþ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×