Fleiri fréttir Reynt að koma í veg fyrir verkfall Samningaviðræður hófust á ný í gær á milli yfirmanna British Airways og starfsmanna fyrirtækisins. Viðræðurnar halda áfram í dag en yfirvofandi er verkfall sem gæti lamað félagið að mestu leyti. 19.3.2010 08:43 Drambið leiddi til dauðarefsingar Morðingin og áhugalögfræðingurinn Paul Powell var tekinn af lífi í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Powell drap unga konu og nauðgaði systur hennar árið 1999. Hann var handtekinn og fór saksóknarinn fram á dauðarefsingu. Dómarinn hafnaði því en dæmdi hann í fangelsi þess í stað. 19.3.2010 08:20 Lokuðust inn í bankahvelfingu B5 Fimm menn lokuðust inni í bankahvelfingu í húsakynnum veitingastaðarins B-5 við Bankastræti í Reykjavík, þar sem Verslunarbankinn sálugi var til húsa á sínum tíma. Það var um þrjú leitið í nótt sem hurðin féll að stöfum og hrökk í lás. Fjórum tímum síðar sluppu þeir úr prísundinni. 19.3.2010 07:06 Fundað í flugvirkjadeilu í dag Flugvirkjar hjá Icelandair hafa verið boðaðir til samningafundar við vinnuveitendur hjá ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu, en ekkert mun hafa þokast í samkomulagsátt á sex klukkustunda löngum fundi deilenda í gær. 19.3.2010 07:04 Hollendingar stoppa ekki aðildarviðræður Hollendingar ætla ekki að koma í veg fyrir að Íslendingar geti hafið aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta var haft eftir hollenska utanríkisráðherranum í gær. 19.3.2010 07:01 Fylgi stjórnarflokka fellur Sjálfstæðisflokkurinn er á ný langstærsti stjórnmálaflokkur landsins, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 19.3.2010 06:15 Niðurskurður krefst aðkomu siðfræðinga „Næstu niðurskurðarskref, vegna ársins 2011, verða miklum mun erfiðari en það sem við höfum séð hingað til,“ sagði Álfheiður Ingadóttir í erindi á ráðstefnu um heilbrigðismál í gær og bætti við: „Þau munu krefjast mjög stífrar forgangsröðunar um það hverjir eiga að fá tiltekna þjónustu og hverjir ekki.“ 19.3.2010 06:00 Sjálfstæðisflokkur stærstur á ný með yfir 40% fylgi Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostnað stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 19.3.2010 06:00 Útflutningur á hval kærður til Interpol Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn (IFAW) hefur kært útflutning á hvalaafurðum frá Íslandi til þriggja landa til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), Alþjóðalögreglunnar (Interpol) og Alþjóða tollastofnunarinnar. 19.3.2010 06:00 Fljótandi amfetamín fannst í farangrinum Tveir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við innflutning nær eins lítra af fljótandi amfetamíni til landsins. Samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið hefði efnið skilað tæpum sex kílóum af amfetamíni í neyslupakkningar á götuna, að því er upplýsingar Fréttablaðsins herma. 19.3.2010 06:00 Nauðgaði og átti barnaklám Ríkissaksóknari hefur ákært fésbókarmanninn svokallaða fyrir ýmis brot, þar á meðal gróf kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum, sem hann komst í kynni við á Facebook. 19.3.2010 06:00 Urgur er í stjórnarliðum vegna E.C.A. „Þetta er algjörlega forkastanlegt," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um hugmyndir um hernaðarfyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Samflokksmenn hennar, Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall, hafa lýst sig fylgjandi hugmyndinni. 19.3.2010 06:00 Formannsskipti og málefnastarf Landsþing Frjálslynda flokksins verður sett á Hótel Cabin í Reykjavík síðdegis. Um hundrað eru skráðir til þingsins sem ber yfirskriftina: Þjóðin þarf heiðarleika og réttlæti á erfiðum tímum. 19.3.2010 05:00 Var með 600 grömm af kókaíni innvortis Sextugur karlmaður situr nú í gæsluvarðhaldi til 7. apríl eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins í síðustu viku með rúmlega 600 grömm af kókaíni innvortis. 19.3.2010 04:30 Tali skýrar um álversstækkun Bæjarráð Hafnarfjarðar telur Alcan á Íslandi enn ekki hafa skýrt nægilega vel vilja sinn vegna áformaðrar endurtekningar á íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík. 19.3.2010 04:30 Tilbúin í kosningar í maí Framboðslisti Vinstri grænna í Reykjavík var samþykktur samhljóða á félagsfundi í gær. Efstu sex sætin réðust í forvali sem fram fór í byrjun febrúar. Kosið verður 29. maí. 19.3.2010 04:30 Fundu stera og amfetamín Lögreglan lagði hald á talsvert magn fíkniefna í Kópavogi og Hafnarfirði í fyrrakvöld. Í fjölbýlishúsi í Kópavogi fann lögregla um 300 grömm af maríjúana. Einn íbúanna, karlmaður á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu. 19.3.2010 04:00 Bretar taka þátt í hersýningu Rússnesk stjórnvöld hafa boðið breskum, frönskum og bandarískum hermönnum að taka þátt í hátíðahöldum á Rauða torginu í Moskvu 9. maí, þegar 65 ár verða liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. 19.3.2010 03:15 Þrír í fangelsi fyrir skiltisstuld Þrír Pólverjar, sem tóku þátt í að ræna skiltinu af hliði útrýmingarbúða nasista í Auschwitz, hafa verið dæmdir í 18 til 30 mánaða fangelsi. Tveir þeirra eru bræður. 19.3.2010 03:00 Kjósa um sameiningu um helgina Íbúar Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps í Eyjafirði kjósa á laugardag um hvort sameina skuli sveitarfélögin tvö. 19.3.2010 03:00 Skýrslan gæti tafið Icesave Ekki hefur enn verið boðaður fundur samninganefnda Íslands, Bretlands og Hollands um Icesave, en nefndirnar hafa ekki hist síðan 5. mars, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fulltrúar nefndanna hafa þó átt í samskiptum sín á milli. 19.3.2010 02:45 Vonbrigði með lagasetninguna Samtök evrópskra flugumferðarstjóra hafa lýst yfir vonbrigðum með þau áform ríkisstjórnarinnar að setja lög gegn hugsanlegu verkfalli flugumferðarstjóra. Í bréfi sem samtökin sendu forsætisráðherra er fullyrt að þetta brjóti gegn Evrópusáttmála um mannréttindi og minnt á að verkfallsréttur sé verndaður af alþjóðlegum lögum. 19.3.2010 02:45 Óveruleg áhrif og skammvinn Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að stækkun Mjólkárvirkjunar í Ísafjarðarbæ skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Ákvörðunina má kæra til umhverfisráðherra. Kærufrestur er til 20. apríl. 19.3.2010 02:30 Enn meiri samdráttur í spilunum Dragist samningar um Icesave enn á langinn má gera ráð fyrir að atvinnuleysi, auk samdráttar landsframleiðslu og fjárfestingar, verði mun meira en Seðlabankinn hefur gert ráð fyrir í spám sínum. 19.3.2010 02:00 Ókeypis í veiði og byrjað fyrr Borgarráð samþykkti í gær tillögu Þorleifs Gunnlaugssonar úr Vinstri grænum um að beita fulltrúa borgarinnar í stjórn Veiðifélags Elliðavatns til að fá það samþykkt að veiðitíma í vatninu verði breytt þannig að hann hefjist 1. apríl í stað 1. maí. Breyting taki gildi strax á þessu ári og framvegis. Þorleifur lagði einnig til að skoðað yrði að gera borgarbúum kleift að veiða ókeypis í Elliðavatni. Borgarráð vísaði þeirri tillögu til umhverfis- og samgönguráðs. - gar 19.3.2010 01:45 Endurkoma á markað í óvissu Ísraelska lyfjafyrirtækið Teva hafði betur í samkeppninni um þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Actavis var með í baráttunni frá upphafi. Erlendir fjölmiðlar hafa eftir greinendum að niðurstaðan sé vonbrigði fyrir þá sem eftir sitji. Áætlanir voru á borðinu um skráningu Actavis á hlutabréfamarkaði gengju kaupin í gegn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Óvíst er hvort af verði nú. 19.3.2010 01:00 Rekja sýklaslóð í stað fingrafara Innan tíðar gætu glæpamenn átt erfiðara með að fela slóð sína, því þótt fingraför séu þurrkuð út skilur fólk eftir sig sýkla á öllu sem það snertir. 19.3.2010 00:45 Með lík föðurins í frystikistu Lík sjötugs fjölskylduföður í Kína hefur verið geymt í meira en ár í frystikistu á heimili fjölskyldu hans, sem þorir ekki að láta grafa líkið, þar sem hún telur mikilvægt að geyma það vegna gruns um að maðurinn hafi verið myrtur. 19.3.2010 00:30 Lokatilraun gerð um helgina Demókratar á Bandaríkjaþingi ætla að gera lokatilraun til að koma frumvarpi sínu um umbætur í heilbrigðistryggingum í gegnum þingið um helgina. Í gær kynntu þeir nýjustu útgáfu fulltrúadeildar þingsins, sem á að kosta ríkissjóð 940 milljarða dala næsta áratug en tryggja 30 milljón manns heilbrigðistryggingar í viðbót við þá sem nú þegar njóta þeirra. Með þessari nýjustu útfærslu á jafnframt að takast að draga úr fjárlagahalla um einn milljarð dala næstu tíu árin. 19.3.2010 00:15 Sjónvarpsstöð greiddi lögmannskostnað barnamorðingja Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur verið gagnrýnd fyrir að greiða Casey Anthony tvöhundruð þúsund dollara, eða 25 milljónir króna, fyrir viðtöl. 18.3.2010 22:00 Bensínið hækkar meira Bensínlítrinn er nú sumstaðar kominn yfir 212 krónur í sjálfsafgreiðslu en ekki eru liðnar nema þrjár vikur síðan eldsneytisverð rauf tvö hundruð króna múrinn. 18.3.2010 18:48 Ríkisskattstjóri: Getum ekki staðið í því að vera skattaráðgjafi bankanna Kaupþing banki óskaði ítrekað eftir upplýsingum frá Ríkisskattstjóra um hvernig ætti að skattleggja hagnað vegna afleiðuviðskipta á gjaldeyri en fékk ekki svör. Ríkisskattstjóri segist ekki geta staðið í því að vera einhvers konar skattaráðgjafi bankanna. 18.3.2010 18:43 Frestaði ákvörðun um Magma Nefnd um erlendar fjárfestingar frestaði á fundi sínum í dag, ákvörðun um hvort dótturfélagi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy, væri heimilt að eiga hlut í HS orku. 18.3.2010 17:45 Skjáreinn hættir fréttaútsendingum Skjáreinn ætlar að hætta með útsendingar á fréttatímum í lok mánaðarins. Samkvæmt heimildum Vísis er ástæðan sú að áhorfið hefur ekki verið í takti við það sem vænst var þegar útsendingarnar hófust. 18.3.2010 17:11 Þingmenn Samfylkingarinnar ósammála um ECA Programs Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki vera sátt við hugmyndir um að fyrirtækið ECA Programs hefji starfsemi á Íslandi. Hugmyndir fyrirtækisins snúast um að leigja þjóðum innan NATO samstarfsins gamlar rússneskar herþotur til heræfinga. 18.3.2010 16:36 Hæstiréttur sýknar lögmann af ákæru um fjársvik Hæstiréttur sýknaði í dag Karl Georg Sigurbjörnsson lögmann sem ákærður var fyrir að hafa blekkt Sigurð Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda til að selja stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar á 25 milljónir hvert í stað 45 milljóna. 18.3.2010 16:30 Fimm þingmenn á leið til Lundúna Sendinefnd á vegum utanríkismálanefndar Alþingis heldur til Lundúna næstkomandi mánudag til viðræðna við breska þingmenn til að ræða samskipti ríkjanna og um Icesave. Fimm þingmenn úr öllum flokkum fara í ferðina. 18.3.2010 16:12 Um 600 skjálftar frá miðnætti Um 600 jarðskjálftar hafa mælst í sjálfvirkri jarðskjálftamælingu Veðurstofunnar frá því á miðnætti. 18.3.2010 15:58 Þetta má ekki heldur Vegna mótmæla Palestínumanna var fjölmennt lögreglulið á staðnum þegar Hurva bænahús Gyðinga var endurvígt í Gyðingahverfinu í gömlu Jerúsalem hinn 15. þessa mánaðar. 18.3.2010 15:16 Stýrislausum fiskibáti bjargað Varðstjórar Landhelgisgæslunnar urðu kl. 16:37 varir við óvenjulega siglingu fiskibáts í fjareftirlitskerfum vaktstöðvar siglinga. Var báturinn staðsettur á Skerjafirði samkvæmt tilkynningu frá gæslunni. 18.3.2010 19:27 Sophia Hansen þarf að borga 19 milljónir auk vaxta Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sophia Hansen greiði Sigurði Pétri Harðarsyni rúmar 19 milljónir auk vaxta, sem hún fékk að láni hjá honum. 18.3.2010 16:30 Grætur sig í svefn á hverri nóttu „Ég er að verða matarlaus. Ég veit ekki hvernig ég á að gefa börnunum mínum að borða“ segir grátklökk einstæð tveggja barna móðir á þrítugsaldri. Hún gagnrýnir að hún þurfi nú að framvísa launaseðlum og reikningum til að geta fengið mataraðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. 18.3.2010 14:29 25000 fórust í Dresden Eftir fimm ára rannsóknir hefur sérskipuð nefnd í Þýskalandi komist að þeirri niðurstöðu að um 25 þúsund manns hafi farist í loftárásum bandamanna á þýsku borgina Dresden í síðari heimsstyrjöldinni. 18.3.2010 16:37 Hjálpa fólki við að fylla út skattaskýrsluna Laganemar í HR ætla að taka á móti fólki í Nauthólsvík á laugardag sem vill aðstoð við að fylla út skattaframtalið. Margrét Rán Kærnested, framkvæmdastjóri lögfræðiþjónustu Lögréttu, segir að verkefnið sé unnið í samstarfi við Deloitte. 18.3.2010 16:21 Innbrot í söluturna og yfir 20 bíla upplýst Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst innbrot í 21 bíl í Árbæ í síðasta mánuði og fjóra söluturna og myndabandaleigur um síðustu helgi, að fram kemur á vef lögreglunnar. Þjófarnir í þessum málum reyndust vera alls sjö, sex piltar og ein stúlka, á aldrinum 17 til 22 ára. 18.3.2010 16:11 Sjá næstu 50 fréttir
Reynt að koma í veg fyrir verkfall Samningaviðræður hófust á ný í gær á milli yfirmanna British Airways og starfsmanna fyrirtækisins. Viðræðurnar halda áfram í dag en yfirvofandi er verkfall sem gæti lamað félagið að mestu leyti. 19.3.2010 08:43
Drambið leiddi til dauðarefsingar Morðingin og áhugalögfræðingurinn Paul Powell var tekinn af lífi í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Powell drap unga konu og nauðgaði systur hennar árið 1999. Hann var handtekinn og fór saksóknarinn fram á dauðarefsingu. Dómarinn hafnaði því en dæmdi hann í fangelsi þess í stað. 19.3.2010 08:20
Lokuðust inn í bankahvelfingu B5 Fimm menn lokuðust inni í bankahvelfingu í húsakynnum veitingastaðarins B-5 við Bankastræti í Reykjavík, þar sem Verslunarbankinn sálugi var til húsa á sínum tíma. Það var um þrjú leitið í nótt sem hurðin féll að stöfum og hrökk í lás. Fjórum tímum síðar sluppu þeir úr prísundinni. 19.3.2010 07:06
Fundað í flugvirkjadeilu í dag Flugvirkjar hjá Icelandair hafa verið boðaðir til samningafundar við vinnuveitendur hjá ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu, en ekkert mun hafa þokast í samkomulagsátt á sex klukkustunda löngum fundi deilenda í gær. 19.3.2010 07:04
Hollendingar stoppa ekki aðildarviðræður Hollendingar ætla ekki að koma í veg fyrir að Íslendingar geti hafið aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta var haft eftir hollenska utanríkisráðherranum í gær. 19.3.2010 07:01
Fylgi stjórnarflokka fellur Sjálfstæðisflokkurinn er á ný langstærsti stjórnmálaflokkur landsins, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 19.3.2010 06:15
Niðurskurður krefst aðkomu siðfræðinga „Næstu niðurskurðarskref, vegna ársins 2011, verða miklum mun erfiðari en það sem við höfum séð hingað til,“ sagði Álfheiður Ingadóttir í erindi á ráðstefnu um heilbrigðismál í gær og bætti við: „Þau munu krefjast mjög stífrar forgangsröðunar um það hverjir eiga að fá tiltekna þjónustu og hverjir ekki.“ 19.3.2010 06:00
Sjálfstæðisflokkur stærstur á ný með yfir 40% fylgi Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi á kostnað stjórnarflokkanna samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 19.3.2010 06:00
Útflutningur á hval kærður til Interpol Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn (IFAW) hefur kært útflutning á hvalaafurðum frá Íslandi til þriggja landa til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), Alþjóðalögreglunnar (Interpol) og Alþjóða tollastofnunarinnar. 19.3.2010 06:00
Fljótandi amfetamín fannst í farangrinum Tveir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við innflutning nær eins lítra af fljótandi amfetamíni til landsins. Samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið hefði efnið skilað tæpum sex kílóum af amfetamíni í neyslupakkningar á götuna, að því er upplýsingar Fréttablaðsins herma. 19.3.2010 06:00
Nauðgaði og átti barnaklám Ríkissaksóknari hefur ákært fésbókarmanninn svokallaða fyrir ýmis brot, þar á meðal gróf kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum, sem hann komst í kynni við á Facebook. 19.3.2010 06:00
Urgur er í stjórnarliðum vegna E.C.A. „Þetta er algjörlega forkastanlegt," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um hugmyndir um hernaðarfyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Samflokksmenn hennar, Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall, hafa lýst sig fylgjandi hugmyndinni. 19.3.2010 06:00
Formannsskipti og málefnastarf Landsþing Frjálslynda flokksins verður sett á Hótel Cabin í Reykjavík síðdegis. Um hundrað eru skráðir til þingsins sem ber yfirskriftina: Þjóðin þarf heiðarleika og réttlæti á erfiðum tímum. 19.3.2010 05:00
Var með 600 grömm af kókaíni innvortis Sextugur karlmaður situr nú í gæsluvarðhaldi til 7. apríl eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins í síðustu viku með rúmlega 600 grömm af kókaíni innvortis. 19.3.2010 04:30
Tali skýrar um álversstækkun Bæjarráð Hafnarfjarðar telur Alcan á Íslandi enn ekki hafa skýrt nægilega vel vilja sinn vegna áformaðrar endurtekningar á íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík. 19.3.2010 04:30
Tilbúin í kosningar í maí Framboðslisti Vinstri grænna í Reykjavík var samþykktur samhljóða á félagsfundi í gær. Efstu sex sætin réðust í forvali sem fram fór í byrjun febrúar. Kosið verður 29. maí. 19.3.2010 04:30
Fundu stera og amfetamín Lögreglan lagði hald á talsvert magn fíkniefna í Kópavogi og Hafnarfirði í fyrrakvöld. Í fjölbýlishúsi í Kópavogi fann lögregla um 300 grömm af maríjúana. Einn íbúanna, karlmaður á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu. 19.3.2010 04:00
Bretar taka þátt í hersýningu Rússnesk stjórnvöld hafa boðið breskum, frönskum og bandarískum hermönnum að taka þátt í hátíðahöldum á Rauða torginu í Moskvu 9. maí, þegar 65 ár verða liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. 19.3.2010 03:15
Þrír í fangelsi fyrir skiltisstuld Þrír Pólverjar, sem tóku þátt í að ræna skiltinu af hliði útrýmingarbúða nasista í Auschwitz, hafa verið dæmdir í 18 til 30 mánaða fangelsi. Tveir þeirra eru bræður. 19.3.2010 03:00
Kjósa um sameiningu um helgina Íbúar Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps í Eyjafirði kjósa á laugardag um hvort sameina skuli sveitarfélögin tvö. 19.3.2010 03:00
Skýrslan gæti tafið Icesave Ekki hefur enn verið boðaður fundur samninganefnda Íslands, Bretlands og Hollands um Icesave, en nefndirnar hafa ekki hist síðan 5. mars, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fulltrúar nefndanna hafa þó átt í samskiptum sín á milli. 19.3.2010 02:45
Vonbrigði með lagasetninguna Samtök evrópskra flugumferðarstjóra hafa lýst yfir vonbrigðum með þau áform ríkisstjórnarinnar að setja lög gegn hugsanlegu verkfalli flugumferðarstjóra. Í bréfi sem samtökin sendu forsætisráðherra er fullyrt að þetta brjóti gegn Evrópusáttmála um mannréttindi og minnt á að verkfallsréttur sé verndaður af alþjóðlegum lögum. 19.3.2010 02:45
Óveruleg áhrif og skammvinn Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að stækkun Mjólkárvirkjunar í Ísafjarðarbæ skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Ákvörðunina má kæra til umhverfisráðherra. Kærufrestur er til 20. apríl. 19.3.2010 02:30
Enn meiri samdráttur í spilunum Dragist samningar um Icesave enn á langinn má gera ráð fyrir að atvinnuleysi, auk samdráttar landsframleiðslu og fjárfestingar, verði mun meira en Seðlabankinn hefur gert ráð fyrir í spám sínum. 19.3.2010 02:00
Ókeypis í veiði og byrjað fyrr Borgarráð samþykkti í gær tillögu Þorleifs Gunnlaugssonar úr Vinstri grænum um að beita fulltrúa borgarinnar í stjórn Veiðifélags Elliðavatns til að fá það samþykkt að veiðitíma í vatninu verði breytt þannig að hann hefjist 1. apríl í stað 1. maí. Breyting taki gildi strax á þessu ári og framvegis. Þorleifur lagði einnig til að skoðað yrði að gera borgarbúum kleift að veiða ókeypis í Elliðavatni. Borgarráð vísaði þeirri tillögu til umhverfis- og samgönguráðs. - gar 19.3.2010 01:45
Endurkoma á markað í óvissu Ísraelska lyfjafyrirtækið Teva hafði betur í samkeppninni um þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Actavis var með í baráttunni frá upphafi. Erlendir fjölmiðlar hafa eftir greinendum að niðurstaðan sé vonbrigði fyrir þá sem eftir sitji. Áætlanir voru á borðinu um skráningu Actavis á hlutabréfamarkaði gengju kaupin í gegn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Óvíst er hvort af verði nú. 19.3.2010 01:00
Rekja sýklaslóð í stað fingrafara Innan tíðar gætu glæpamenn átt erfiðara með að fela slóð sína, því þótt fingraför séu þurrkuð út skilur fólk eftir sig sýkla á öllu sem það snertir. 19.3.2010 00:45
Með lík föðurins í frystikistu Lík sjötugs fjölskylduföður í Kína hefur verið geymt í meira en ár í frystikistu á heimili fjölskyldu hans, sem þorir ekki að láta grafa líkið, þar sem hún telur mikilvægt að geyma það vegna gruns um að maðurinn hafi verið myrtur. 19.3.2010 00:30
Lokatilraun gerð um helgina Demókratar á Bandaríkjaþingi ætla að gera lokatilraun til að koma frumvarpi sínu um umbætur í heilbrigðistryggingum í gegnum þingið um helgina. Í gær kynntu þeir nýjustu útgáfu fulltrúadeildar þingsins, sem á að kosta ríkissjóð 940 milljarða dala næsta áratug en tryggja 30 milljón manns heilbrigðistryggingar í viðbót við þá sem nú þegar njóta þeirra. Með þessari nýjustu útfærslu á jafnframt að takast að draga úr fjárlagahalla um einn milljarð dala næstu tíu árin. 19.3.2010 00:15
Sjónvarpsstöð greiddi lögmannskostnað barnamorðingja Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur verið gagnrýnd fyrir að greiða Casey Anthony tvöhundruð þúsund dollara, eða 25 milljónir króna, fyrir viðtöl. 18.3.2010 22:00
Bensínið hækkar meira Bensínlítrinn er nú sumstaðar kominn yfir 212 krónur í sjálfsafgreiðslu en ekki eru liðnar nema þrjár vikur síðan eldsneytisverð rauf tvö hundruð króna múrinn. 18.3.2010 18:48
Ríkisskattstjóri: Getum ekki staðið í því að vera skattaráðgjafi bankanna Kaupþing banki óskaði ítrekað eftir upplýsingum frá Ríkisskattstjóra um hvernig ætti að skattleggja hagnað vegna afleiðuviðskipta á gjaldeyri en fékk ekki svör. Ríkisskattstjóri segist ekki geta staðið í því að vera einhvers konar skattaráðgjafi bankanna. 18.3.2010 18:43
Frestaði ákvörðun um Magma Nefnd um erlendar fjárfestingar frestaði á fundi sínum í dag, ákvörðun um hvort dótturfélagi kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy, væri heimilt að eiga hlut í HS orku. 18.3.2010 17:45
Skjáreinn hættir fréttaútsendingum Skjáreinn ætlar að hætta með útsendingar á fréttatímum í lok mánaðarins. Samkvæmt heimildum Vísis er ástæðan sú að áhorfið hefur ekki verið í takti við það sem vænst var þegar útsendingarnar hófust. 18.3.2010 17:11
Þingmenn Samfylkingarinnar ósammála um ECA Programs Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki vera sátt við hugmyndir um að fyrirtækið ECA Programs hefji starfsemi á Íslandi. Hugmyndir fyrirtækisins snúast um að leigja þjóðum innan NATO samstarfsins gamlar rússneskar herþotur til heræfinga. 18.3.2010 16:36
Hæstiréttur sýknar lögmann af ákæru um fjársvik Hæstiréttur sýknaði í dag Karl Georg Sigurbjörnsson lögmann sem ákærður var fyrir að hafa blekkt Sigurð Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda til að selja stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar á 25 milljónir hvert í stað 45 milljóna. 18.3.2010 16:30
Fimm þingmenn á leið til Lundúna Sendinefnd á vegum utanríkismálanefndar Alþingis heldur til Lundúna næstkomandi mánudag til viðræðna við breska þingmenn til að ræða samskipti ríkjanna og um Icesave. Fimm þingmenn úr öllum flokkum fara í ferðina. 18.3.2010 16:12
Um 600 skjálftar frá miðnætti Um 600 jarðskjálftar hafa mælst í sjálfvirkri jarðskjálftamælingu Veðurstofunnar frá því á miðnætti. 18.3.2010 15:58
Þetta má ekki heldur Vegna mótmæla Palestínumanna var fjölmennt lögreglulið á staðnum þegar Hurva bænahús Gyðinga var endurvígt í Gyðingahverfinu í gömlu Jerúsalem hinn 15. þessa mánaðar. 18.3.2010 15:16
Stýrislausum fiskibáti bjargað Varðstjórar Landhelgisgæslunnar urðu kl. 16:37 varir við óvenjulega siglingu fiskibáts í fjareftirlitskerfum vaktstöðvar siglinga. Var báturinn staðsettur á Skerjafirði samkvæmt tilkynningu frá gæslunni. 18.3.2010 19:27
Sophia Hansen þarf að borga 19 milljónir auk vaxta Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sophia Hansen greiði Sigurði Pétri Harðarsyni rúmar 19 milljónir auk vaxta, sem hún fékk að láni hjá honum. 18.3.2010 16:30
Grætur sig í svefn á hverri nóttu „Ég er að verða matarlaus. Ég veit ekki hvernig ég á að gefa börnunum mínum að borða“ segir grátklökk einstæð tveggja barna móðir á þrítugsaldri. Hún gagnrýnir að hún þurfi nú að framvísa launaseðlum og reikningum til að geta fengið mataraðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. 18.3.2010 14:29
25000 fórust í Dresden Eftir fimm ára rannsóknir hefur sérskipuð nefnd í Þýskalandi komist að þeirri niðurstöðu að um 25 þúsund manns hafi farist í loftárásum bandamanna á þýsku borgina Dresden í síðari heimsstyrjöldinni. 18.3.2010 16:37
Hjálpa fólki við að fylla út skattaskýrsluna Laganemar í HR ætla að taka á móti fólki í Nauthólsvík á laugardag sem vill aðstoð við að fylla út skattaframtalið. Margrét Rán Kærnested, framkvæmdastjóri lögfræðiþjónustu Lögréttu, segir að verkefnið sé unnið í samstarfi við Deloitte. 18.3.2010 16:21
Innbrot í söluturna og yfir 20 bíla upplýst Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst innbrot í 21 bíl í Árbæ í síðasta mánuði og fjóra söluturna og myndabandaleigur um síðustu helgi, að fram kemur á vef lögreglunnar. Þjófarnir í þessum málum reyndust vera alls sjö, sex piltar og ein stúlka, á aldrinum 17 til 22 ára. 18.3.2010 16:11