Innlent

Óveruleg áhrif og skammvinn

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að stækkun Mjólkárvirkjunar í Ísafjarðarbæ skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Ákvörðunina má kæra til umhverfisráðherra. Kærufrestur er til 20. apríl.

„Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að stækkun Mjólkárvirkjunar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif," segir í ákvörðuninni.

Um leið er sagt brýnt að standa þannig að verki að rask verði í algjöru lágmarki og að hafist verði handa við frágang um leið og framkvæmdum lýkur.

„Gangi það eftir eigi neikvæð sjónræn áhrif framkvæmdanna að verða skammvinn og óveruleg." - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×