Erlent

Þetta má ekki heldur

Óli Tynes skrifar
Bænahúsið Hurva, eða rústin.
Bænahúsið Hurva, eða rústin.

Vegna mótmæla Palestínumanna var fjölmennt lögreglulið á staðnum þegar Hurva bænahús Gyðinga var endurvígt í Gyðingahverfinu í gömlu Jerúsalem hinn 15. þessa mánaðar.

Palestínumenn héldu því fram að með þessu væru Ísraelar að ögra þeim og ógna trú þeirra og helgistöðum.

Hurva á hebresku þýðir rúst. Og það er ekki að ástæðulausu að bænahúsið er kallað Hurva þótt opinbert nafn þess hafi lengst af verið allt annað.

Fyrstu heimildir um bænahús þarna eru frá því um 200 eftir Krist. Það hvarf eins og önnur mannanna verk.

Endurreist

Fljótlega upp úr árinu 1700 var reist nýtt bænahús á rústum þess. Það var lagt í rúst í einhverjum átökunum árið 1721.

Sú rúst stóð í 140 ár en árið 1864 var reist þar nýtt bænahús. Það var lagt í rúst árið 1948 þegar arabaríkin gerðu innrás eftir að Ísraelsríki var stofnað.

Aftur endurreist

Árið 1967 náðu Ísraelar þessum borgarhluta aftur á sitt vald í sex daga stríðinu. Árið 1977 var reistur þar minnisbogi um bænahúsið.

Árið 2000 var ákveðið að reisa enn eitt bænahús á rústunum. Bænahúsið var svo endurvígt hinn 15. þessa mánaðar sem fyrr segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×