Innlent

Fljótandi amfetamín fannst í farangrinum

keflavíkurflugvöllur
Maðurinn var tekinn af tollgæslu með fljótandi amfetamín.
keflavíkurflugvöllur Maðurinn var tekinn af tollgæslu með fljótandi amfetamín.

Tveir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við innflutning nær eins lítra af fljótandi amfetamíni til landsins. Samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið hefði efnið skilað tæpum sex kílóum af amfetamíni í neyslupakkningar á götuna, að því er upplýsingar Fréttablaðsins herma.

Upphaf málsins má rekja til þess að pólskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í lok janúar á þessu ári. Hann var þá að koma til landsins frá Kaupmannahöfn.

Tollverðir leituðu í farangri mannsins og kom í ljós að hann var með flösku fulla af fljótandi amfetamíni. Hann var handtekinn í kjölfarið og úrskurðaður í gæsluvarðahald til 29. mars.

Nú í vikunni handtók lögreglan svo annan mann, einnig pólskan, sem talinn er tengjast málinu. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. mars.

Maðurinn sem tekinn var með amfetamínvökvann hefur ekki dvalið hér á landi, svo vitað sé, en hinn sem handtekinn var nú í vikunni hefur dvalið hér í einhvern tíma. Hann er einnig á þrítugsaldri og hefur komið við sögu lögreglu hér.

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur að rannsókn málsins.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×