Innlent

Nauðgaði og átti barnaklám

Facebook Maðurinn kynntist ungum stúlkum á Facebook og fékk þær til að hitta sig.
Facebook Maðurinn kynntist ungum stúlkum á Facebook og fékk þær til að hitta sig.

Ríkissaksóknari hefur ákært fésbókarmanninn svokallaða fyrir ýmis brot, þar á meðal gróf kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum, sem hann komst í kynni við á Facebook.

Maðurinn er ákærður fyrir nauðgun, þar sem ofbeldi og ólögmætri nauðung var beitt, gagnvart annarri stúlkunni. Hann sætir jafnframt ákæru fyrir frelsisviptingu í þessu tilviki. Þá er maðurinn ákærður fyrir að nauðga hinni stúlkunni með því að notfæra sér yfirburði sína gagnvart henni og neyta aflsmunar.

Í ákæru segir einnig að maðurinn sé ákærður fyrir brot gegn því ákvæði hegningarlaga sem bannar kynmök við börn undir fimmtán ára aldri. Þá hefur hann verið ákærður fyrir vörslu barnakláms. Að auki hefur maðurinn verið ákærður fyrir auðgunarbrot, sjö þjófnaði, tvær gripdeildir og umferðar- og fíkniefnalagabrot.

Enn eru til rannsóknar tvö kynferðisbrot mannsins gegn börnum undir fimmtán ára aldri. Ákvörðun um hvort maðurinn verði einnig ákærður fyrir þau verður væntanlega tekin fljótlega, en þau mál eru á leið til ríkissaksóknara.

Málið verður þingfest fyrir dómi á mánudag næsta og verður þinghald lokað.- jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×