Erlent

Sjónvarpsstöð greiddi lögmannskostnað barnamorðingja

Casey Anthony þarf ekki að hafa fjárhagsáhyggjur eftir að hún var ákærð fyrir að myrða dóttur sína.
Casey Anthony þarf ekki að hafa fjárhagsáhyggjur eftir að hún var ákærð fyrir að myrða dóttur sína.

Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur verið gagnrýnd fyrir að greiða Casey Anthony tvöhundruð þúsund dollara, eða 25 milljónir króna, fyrir viðtöl.

Ástæðan er sú að hún nýtir peninginn til þess að greiða himinháan lögmannskostnað sinn vegna þess að hún hefur verið á ákærð fyrir að myrða tveggja ára gamla dóttur sína fyrir tveimur árum síðan.

Casey er 23 ára gömul frá Orlando í Bandaríkjunum. Jarðneskar leifar barnsins fundust nærri heimili hennar sex mánuðum eftir að hún hvarf.

Móðirin hefur verið ákærð fyrir að myrða dóttur sína en verði hún fundin sek þá má hún búast við dauðarefsingunni þar sem Orlando er í Flórída.

Við réttarhöldin kom fram að ABC sjónvarpsstöðin hefði þegar greitt henni 25 milljónir króna. Þá fékk hún 5000 dollara framlag frá ókunnugu fólki til þess að standa straum af lögmannskostnaðinum.

ABC sjónvarpsstöðin hefur þurft að skera verulega niður undanfarið. Meðal annars hefur sjónvarpsstöðin sagt fjölmörgum starfsmönnum upp.

Forsvarsmenn stöðvarinnar hafa ekki viljað tjá sig opinberlega um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×