Innlent

Ókeypis í veiði og byrjað fyrr

Elliðavatn Opnað verður fyrir veiði 1. apríl í stað 1. maí ef borgin nær fram vilja sínum.
Elliðavatn Opnað verður fyrir veiði 1. apríl í stað 1. maí ef borgin nær fram vilja sínum.
Borgarráð samþykkti í gær tillögu Þorleifs Gunnlaugssonar úr Vinstri grænum um að beita fulltrúa borgarinnar í stjórn Veiðifélags Elliðavatns til að fá það samþykkt að veiðitíma í vatninu verði breytt þannig að hann hefjist 1. apríl í stað 1. maí. Breyting taki gildi strax á þessu ári og framvegis.

Þorleifur lagði einnig til að skoðað yrði að gera borgarbúum kleift að veiða ókeypis í Elliðavatni. Borgarráð vísaði þeirri tillögu til umhverfis- og samgönguráðs. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×