Niðurskurður krefst aðkomu siðfræðinga 19. mars 2010 06:00 Offituaðgerð á Lsh Heilbrigðisráðuneytið kallaði fyrir viku saman framkvæmdastjórnir allra sjúkrastofnana landsins, landlækni, Lýðheilsustöð og heilbrigðisnefnd Alþingis til að undirbúa sársaukafull skref í niðurskurði á fjárlögum næsta árs. fréttablaðið/hari „Næstu niðurskurðarskref, vegna ársins 2011, verða miklum mun erfiðari en það sem við höfum séð hingað til,“ sagði Álfheiður Ingadóttir í erindi á ráðstefnu um heilbrigðismál í gær og bætti við: „Þau munu krefjast mjög stífrar forgangsröðunar um það hverjir eiga að fá tiltekna þjónustu og hverjir ekki.“ Álfheiður sagði jafnframt að nauðsynlegar skipulagsbreytingar þýddu að loka þyrfti tímabundið fyrir tiltekna þjónustu á landsbyggðinni jafnt sem á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir ráðstefnu í gær þar sem glímt var við spurninguna um hvernig ná mætti hámarksárangri í heilbrigðismálum í ljósi niðurskurðar. Loka þarf 50 milljarða króna gati á fjárlögum næsta árs en heilbrigðismálin eru langstærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Engar tölur liggja á borðinu um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, enda fjárlagagerðin fyrir árið 2011 rétt að byrja. „Hins vegar tel ég að áherslur ríkisstjórnarinnar hvað varðar niðurskurð á milli málaflokka hafi ekki breyst,“ segir Álfheiður. Spurð út í forgangsröðun á fólki segir Álfheiður að slíkt verkefni verði gríðarlega erfitt og „krefjist þess jafnvel að kallað verði á siðfræðinga til að meta hvernig að slíku yrði staðið. Um þetta þarf sáttmála í samfélaginu.“ Á fjárlögum þessa árs er niðurskurðarkrafan í heilbrigðisþjónustunni fimm prósent en sjö prósent ef tekið er tillit til niðurskurðar í stjórnsýslunni. Krafan til menntamála er sjö prósent og tíu prósent á allt annað. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að niðurskurður af sömu stærðargráðu og á fjárlögum 2010 gæti þýtt fjöldauppsagnir á LSH eða að þjónusta sem nú þyki sjálfsögð verði aflögð. Sólveig Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Læknafélagsins, lýsti á fundinum áhyggjum sínum af þróun mála. „Staðan á öllum heilbrigðisstofnunum landsins er erfið, því miður. Í dag óttast ég að góður árangur síðustu ára haldist ekki þegar það þarf að skera svona mikið niður.“ Tvennt nefndi Sólveig: Flótti heilbrigðisstarfsfólks, sem er nú staðreynd, og fjársvelti LSH til tækjakaupa „sem mun leiða til þess að við munum dragast aftur úr í tækni og framleiðni“.svavar@frettabladid.is Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Næstu niðurskurðarskref, vegna ársins 2011, verða miklum mun erfiðari en það sem við höfum séð hingað til,“ sagði Álfheiður Ingadóttir í erindi á ráðstefnu um heilbrigðismál í gær og bætti við: „Þau munu krefjast mjög stífrar forgangsröðunar um það hverjir eiga að fá tiltekna þjónustu og hverjir ekki.“ Álfheiður sagði jafnframt að nauðsynlegar skipulagsbreytingar þýddu að loka þyrfti tímabundið fyrir tiltekna þjónustu á landsbyggðinni jafnt sem á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir ráðstefnu í gær þar sem glímt var við spurninguna um hvernig ná mætti hámarksárangri í heilbrigðismálum í ljósi niðurskurðar. Loka þarf 50 milljarða króna gati á fjárlögum næsta árs en heilbrigðismálin eru langstærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Engar tölur liggja á borðinu um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, enda fjárlagagerðin fyrir árið 2011 rétt að byrja. „Hins vegar tel ég að áherslur ríkisstjórnarinnar hvað varðar niðurskurð á milli málaflokka hafi ekki breyst,“ segir Álfheiður. Spurð út í forgangsröðun á fólki segir Álfheiður að slíkt verkefni verði gríðarlega erfitt og „krefjist þess jafnvel að kallað verði á siðfræðinga til að meta hvernig að slíku yrði staðið. Um þetta þarf sáttmála í samfélaginu.“ Á fjárlögum þessa árs er niðurskurðarkrafan í heilbrigðisþjónustunni fimm prósent en sjö prósent ef tekið er tillit til niðurskurðar í stjórnsýslunni. Krafan til menntamála er sjö prósent og tíu prósent á allt annað. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að niðurskurður af sömu stærðargráðu og á fjárlögum 2010 gæti þýtt fjöldauppsagnir á LSH eða að þjónusta sem nú þyki sjálfsögð verði aflögð. Sólveig Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Læknafélagsins, lýsti á fundinum áhyggjum sínum af þróun mála. „Staðan á öllum heilbrigðisstofnunum landsins er erfið, því miður. Í dag óttast ég að góður árangur síðustu ára haldist ekki þegar það þarf að skera svona mikið niður.“ Tvennt nefndi Sólveig: Flótti heilbrigðisstarfsfólks, sem er nú staðreynd, og fjársvelti LSH til tækjakaupa „sem mun leiða til þess að við munum dragast aftur úr í tækni og framleiðni“.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira