Innlent

Formannsskipti og málefnastarf

Landsþing Frjálslynda flokksins verður sett á Hótel Cabin í Reykjavík síðdegis. Um hundrað eru skráðir til þingsins sem ber yfirskriftina: Þjóðin þarf heiðarleika og réttlæti á erfiðum tímum.

Formannskjör verður á morgun. Guðjón A. Kristjánsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs og hefur Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður, einn lýst yfir framboði. Hægt er að gefa kost á sér fram undir kjör.

Ásta Hafberg gefur kost á sér í embætti varaformanns en Kolbrún Stefánsdóttir, sem nú gegnir embættinu, hafði í gær ekki ákveðið hvort hún sæktist eftir endurkjöri.

Á fundinum fer jafnframt fram hefðbundið málefnastarf. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×