Erlent

Reynt að koma í veg fyrir verkfall

Samningaviðræður hófust á ný í gær á milli yfirmanna British Airways og starfsmanna fyrirtækisins. Viðræðurnar halda áfram í dag en yfirvofandi er verkfall sem gæti lamað félagið að mestu leyti.

Verkfallið á að hefjast á laugardag og er gert ráð fyrir því að það standi í þrjá daga. Þá er gert ráð fyrir öðru fjögurra daga verkfalli þann 27 mars næstkomandi.

Forstjóri British Airways, Willie Walsh, segist hins vegar fullviss um að samningar takist þannig að ekki komi til verkfallsins á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×