Innlent

Skýrslan gæti tafið Icesave

búinn að kjósa Samninganefndir þjóðanna þriggja hafa ekki hist frá því fyrir þjóðaratkvæðgreiðsluna sem fram fór 6. mars.fréttablaðið/valli
búinn að kjósa Samninganefndir þjóðanna þriggja hafa ekki hist frá því fyrir þjóðaratkvæðgreiðsluna sem fram fór 6. mars.fréttablaðið/valli

Ekki hefur enn verið boðaður fundur samninganefnda Íslands, Bretlands og Hollands um Icesave, en nefndirnar hafa ekki hist síðan 5. mars, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fulltrúar nefndanna hafa þó átt í samskiptum sín á milli.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er væntanleg skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis ofarlega í huga margra. Telja sumir hagsmunum Íslendinga best borgið með því að samið verði áður en hún kemur, þar sem í skýrslunni geti verið upplýsingar að finna sem dragi upp enn dekkri mynd af tilkomu Icesave-reikninganna og þætti stjórnmálamanna.

Þá hafa heimildarmenn blaðsins nefnt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vilji bíða skýrslunnar áður en hann tekur ákvörðun sem styggt gæti bakland hans.

Strandað hefur á Bretum og Hollendingum að setjast að samningaborðinu á nýjan leik. Telja sumir að þeir telji óþarft að semja áður en skýrslan kemur út, nema tryggt verði að gengið verði endanlega frá samningunum fyrir þann tíma. Skýrslan muni skekja pólitískt bakland hérlendis og gæti því haft áhrif á niðurstöðuna.- kóp



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×