Fleiri fréttir Umhverfisráðherra Danmerkur er föst fyrir Connie Hedegaard umhverfisráðherra Danmerkur sagði í dag að jafnvel efasemdarmenn yrðu að viðurkenna að ef jörðin eigi að hýsa níu milljarða manna um miðja þessa öld, verði mannkynið að finna skynsamlegri leiðir til þess að takast á við fjölgun sína. 7.12.2009 16:32 Borgarleikhúsið frumsýnir Enron í september Borgarleikhúsið ætlar að frumsýna Enron leikritið í september á næsta ári. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóir segir að leikhúsið hafi tryggt sér sýningarrétt um leið og verkið hafi verið sýnt erlendis. 7.12.2009 16:04 Heimsins stærsta jólatré Mexíkóborg státar af hæsta jólatré í heimi. Það er hvorki meira né minna en 367 feta hátt. Vart þarf að taka það fram að þetta er gervijólatré. 7.12.2009 15:47 Varamaður tekur sæti Atla Gíslasonar á þingi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum um stundarsakir. Varamaður hans, Arndís Sigurðardóttir, tók sæti á Alþingi í dag. 7.12.2009 15:42 Mannskætt ferjuslys Að minnsta kosti 45 manns fórust þegar drekkhlaðin fólksferja lenti í árekstri við lítið flutningaskip við strendur Bangladesh um helgina. 7.12.2009 15:38 Hagaskóli: Kennsla með eðilegum hætti á morgun Kennsla mun fara fram með eðlilegum hætti í Hagaskóla á morgun en rýma þurfti skólann og aflýsa skólahaldi rétt fyrir klukkan tvö í dag þegar kveikt var í heimatilbúinni reykbombu á salerni drengja í skólanum. Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri segir að allar áætlanir hafi virkað sem skyldi og að rýming skólans hafi gengið vel. Slökkvilið og lögregla komu á vettvang og er nú verið að vinna úr þeim vísbendingum sem fyrir liggja í málinu. Engar skemmdir urðu þegar eldurinn kom upp en aðallega var um reyk að ræða. 7.12.2009 15:24 Egyptar banna huliðsklæðnað kvenna Miklar deilur hafa risið í Egyptalandi eftir að stjórnvöld þar hafa með fulltingi áhrifamikils kennimanns ákveðið að banna flíkina niqab í skólum og í nokkrum starfsgreinum. 7.12.2009 15:15 Lögreglan hvetur fólk til að passa upp á bifreiðar sínar Brotist var inn í tvær bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Annars vegar var brotist inn í bíl við Egilshöll og þaðan stolið staðsetningartæki. Þá var brotist inn í bifreið við Víkurhvarf í Kópavogi og þaðan stolið bílahljómflutningstækjum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. 7.12.2009 15:12 Minnast árásarinnar á Perluhöfn Bandaríkjamenn minnast þess að þennan dag árið 1941 gerðu japanar árás á flotastöðina í Pearl Harbour á Hawaii eyjum. Með því hófst þáttaka Bandaríkjanna í síðari heimssturjöldinni. 7.12.2009 14:54 Steinunn Valdís hlaut heilahristing þegar hún rann á svelli Steinunn Valdís Óskarsdóttir hlaut heilahristing þegar að hún datt á hálkubletti í nágrenni við heimili sitt í gær. „Ég var bara úti að ganga með hundinn í gær. Það er svona þegar hitinn er við frostmark og það koma svona svellbunkar. Ég var að fara yfir brekkulækinn þar sem ég bý og lenti þá á einhverjum svona svellbunka og flaug á hausinn,“ segir Steinunn Valdís. 7.12.2009 14:37 Hagaskóli rýmdur vegna reyksprengju Rýma þurfti Hagaskóla eftir hádegi í dag þegar að reyksprengju var kastað inn á salerni í skólanum. Að sögn slökkviliðsmanna kom smá eldur upp vegna reyksprengjunnar en greiðlega gekk að slökkva hann. Skólar á höfuðborgarsvæðinu hafa að undanförnu verið að æfa rýmingaráætlanir við eldsvoða og var slíkri áætlun fylgt eftir í þessu tilfelli. 7.12.2009 14:12 Aldraðir sjálfstæðismenn harma niðurskurð velferðarkerfisins Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra, var á dögunum kjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann tekur við embættinu af Salóme Þorkelsdóttur sem víkur úr stjórn. Með Halldóri í stjórn eru nú þau Styrmir Gunnarsson varaformaður, Lilja Hallgrímsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir , Guðmundur Hallvarðsson, Einar Þorbjörnsson, Margrét S. Einarsdóttir, Guðrún V. Haraldsdóttir og Sveinn Scheving. 7.12.2009 14:05 Útsýni framtíðarinnar? Það má deila um hvort loftslag á jörðinni sé að breytast af mannavöldum. Og það er svosem verið að deila um það í Kaupmannahöfn þessa dagana. 7.12.2009 13:55 Fréttabann á mótmæli í Teheran Stjórnvöld í Íran hafa rofið farsímasamband við miðborg Teherans þar sem lögreglan tekst á við stúdenta á sérstökum degi þeirra. 7.12.2009 13:37 Jólin nálgast í Prag Aðventan er nú haldin hátíðleg um allan hinn kristna heim. Og það er víðar en á Íslandi sem hún tengist jólaversluninni. 7.12.2009 13:27 Fjölskylduhjálpin úthlutar allt að 1200 fjölskyldum jólaaðstoð Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands fer fram dagana 9., 16. og 21.desember frá klukkan þrjú til sex að Eskihlíð 2 - 4 í Reykjavík. 7.12.2009 13:19 Afgreiðsla Icesave málsins í uppnámi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, frestaði þingfundi nú rétt eftir klukkan hálfteitt vegna ágreinings um túlkun á samkomulagi meirihluta og minnihluta um lausn á Icesave deilunni á Alþingi. Var fundi frestað um fimm mínútur eftir að Höskuldur Þórhallsson sté í pontu og lýsti yfir megnri óánægju með framgang málsins. 7.12.2009 12:44 Safna liði gegn vágesti í Kaupmannahöfn Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sagði við setningu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að ekki færri en 110 þjóðarleiðtogar komi til ráðstefnunnar sem stendur í hálfan mánuð. 7.12.2009 12:10 Yfir 350 ræður haldnar í Icesave Lokaspretturinn í annarri umræðu um Icesavefrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst í hádeginu á Alþingi. Atkvæði verða greidd um frumvarpið á morgun. Haldnar hafa verið yfir 350 ræður og gerða meira en 2.000 athugasemdir í málinu. 7.12.2009 12:06 Safna fyrir mæðrastyrksnefnd Sjálfstæðiskonur um land allt hafa tekið höndum saman og efna til söfnunar fyrir Mæðrastyrksnefndir. Söfnunin, Tökum höndum saman - styðjum barnafjölskyldur í vanda, hefst í dag til 20. desember 2009. 7.12.2009 11:50 Tölvupóstsamskipti Indriða við AGS á lista yfir trúnaðargögn Tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar við Mark Flanagan og Franek Rowzadowski, sem fara með mál Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, er á lista sem birtur var yfir trúnaðargögn vegna Icesave frumvarpsins um það leyti sem málið var lagt fyrir þingið. 7.12.2009 10:41 HIV sýkti konuna með saumnál Maður á Nýja Sjálandi hefur viðurkennt að hafa sýkt eiginkonu sína af HIV með því að nota saumnál til þess að blanda eigin blóði við hennar. Hann stakk hana með blóðugri nálinni meðan hún svaf. 7.12.2009 10:06 Hafa áhyggjur af atgervisflótta flugumferðastjóra Félag íslenskra flugumferðarstjóra lýsir áhyggjum af afleiðingum atgervisflótta sem sé brostinn á í atvinnugreininni. 7.12.2009 09:32 Bretar reiðast á 8:22 Bretar eru að meðaltali átta mínútur og 22 sekúndur að missa stjórn á skapi sínu. 7.12.2009 08:17 Játar að ekkert sé vitað um bin Laden Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna viðurkenndi í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina að engar upplýsingar um felustað Osama bin Laden hafi legið fyrir svo árum skiptir. 7.12.2009 07:36 Semja um auknar flugsamgöngur við Japan Bandaríkjamenn og Japanar leggja nú lokahönd á samning um aukna samvinnu í flugsamgöngum sem einkum beinast að því að létta hömlum og takmörkunum af umferð bandarískra flugfélaga um japanska flugvelli, einkum Narita-flugvöllinn í Tókýó en lendingar- og flugtaksleyfi á honum eru ákveðin af japönskum stjórnvöldum. 7.12.2009 07:33 Umfangsmikil leit að hjólastólamanninum Bandaríski fanginn Arcade Comeaux, sem var bundinn við hjólastól en flúði á harðahlaupum úr fangaflutningabíl í Texas fyrir helgina og fréttastofan greindi frá, er kominn á lista bandarískra löggæsluyfirvalda yfir fimmtán skæðustu strokufanga landsins sem laganna armur vill helst ná til. 7.12.2009 07:30 Myrti unnustuna og fór á krá Kráargestur á fimmtugsaldri, sem sat að drykkju á krá í Óðinsvéum í Danmörku í gær, kom að máli við barþjón á staðnum og bað hann að kalla til lögreglu þar sem gesturinn hefði orðið unnustu sinni að bana um helgina með ítrekuðum höggum og spörkum. 7.12.2009 07:28 Morales áfram forseti Bólivíu Sitjandi forseti Bólivíu, Evo Morales, náði endurkjöri í forsetakosningunum sem haldnar voru í landinu í gær. Hlaut Morales 60 prósent atkvæða og gjörsigraði andstæðing sinn, Manfred Reyes Villa. 7.12.2009 07:25 Loftslagsráðstefna SÞ hefst í dag Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn í dag en hana sækja um það bil 15.000 fulltrúar 192 þjóðríkja og nálægt eitt hundrað þjóðarleiðtogar. 7.12.2009 07:22 Brown sker niður um 12 milljarða punda Breski forsætisráðherrann Gordon Brown hyggst skera útgjöld hins opinbera niður um 12 milljarða punda, jafnvirði um 2.400 milljarða króna, á fjögurra ára tímabili, en fjárlög ársins 2010 verða rædd á breska þinginu á miðvikudaginn. 7.12.2009 07:20 Fjórði meirihlutinn fæddur í Grindavík Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna var myndaður í bæjarstjórn Grindavíkur í gærkvöldi. Ólafur Örn Ólafsson verður bæjarstjóri á ný, en hann lét af því starfi í fyrrasumar þegar meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar rofnaði. 7.12.2009 07:17 Hagsmunasamtökin undrast dóm Hagsmunasmtök heimilanna undrast mjög þann dóm Héraðsdóms Reykjavíkur nýverið, að fjármögnunarfyrirtæki hafi verið heimilt að gefa út skuldabréf, tilgreint í íslenskum krónum, með gengistryggingu við erlenda gjaldmiðla. 7.12.2009 07:11 Mikið tjón í bruna í Waldorfskóla Miklar skemmdir urðu á þremur skólastofum við Waldorfskólann að Hraunbergi þegar þrír fimmtán ára piltar kveiktu þar í laust fyrir miðnætti. Þrátt fyrir að slökkvistarf gengi vel er tjónið mikið. 7.12.2009 07:05 Þrjár kærur vegna Suðvesturlínu Þrjár kærur hafa borist Umhverfisráðuneytinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlínu og tengdra framkvæmda. 7.12.2009 06:00 Þurfa 1.875 upprunavottorð Norskir útflytjendur standa nú frammi fyrir því að útflutningur á óverulegu magni af fiski getur kallað á gríðarlegt flóð vottorða vegna hertra reglna Evrópusambandsins. Þetta kemur til vegna tilrauna til þess að stemma stigu við ólöglegum fiskveiðum. 7.12.2009 06:00 Dómi amfetamínstúlku áfrýjað Ákæruvaldið hefur áfrýjað til Hæstaréttar sýknudómi yfir stúlku sem var ákærð fyrir að hafa með framburði fyrir lögreglu og fyrir dómi leitast við að koma því til leiðar að fjórir menn yrðu sakaðir um kynferðisbrot gegn henni. Stúlkan var sýknuð af ákæru þessa efnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust. 7.12.2009 05:00 Skilaboð til Kaupmannahafnar Umhverfis- og mannréttindasamtök víða um heim standa fyrir viðburði laugardaginn 12. desember til að undirstrika mikilvægi Kaupmannahafnarfundarins, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem hefst í dag og stendur til 18. desember. Vonir standa til að viðburðurinn verði sá stærsti í tengslum við þetta málefni frá upphafi. Þúsund samkomur í níutíu löndum hafa þegar verið skipulagðar, þar af tvær á Íslandi. 7.12.2009 04:30 Fjörutíu milljónir í samgöngumiðstöð Opinbera hlutafélagið Flugstoðir hefur eytt 38 milljónum króna í undirbúning samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll síðan 2007. 7.12.2009 04:00 Þriðja hver sería reyndist hættuleg Þriðja hver jólasería er hættuleg, samkvæmt nýrri könnun Evrópusambandsins. Kannaðar voru nær 200 seríur í öllum verðflokkum í fimm löndum, Hollandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Slóvakíu. Seríurnar féllu margar á ýmiss konar öryggisprófunum sem gerðar voru, algengasti gallinn voru lélegar leiðslur í snúrunum og hætta á ofhitnun af ýmsum ástæðum. 7.12.2009 03:45 Stuðningur til framtíðar Velunnarar kvennadeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss hafa ákveðið að stofna styrktarfélag sem ætlað er að styrkja alla þætti kvennadeildarinnar. 7.12.2009 03:30 Fækkun þyrla afleitur kostur „Mér finnst þetta afleitur kostur. Ef af verður er þetta það alvarlegt mál að ég mun kynna það ríkisstjórn. Ég vil skoða alla aðra möguleika áður en gripið verður til þessa ráðs og hef þegar óskað eftir minnisblaði frá Landhelgisgæslunni um þetta,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um þá hugmynd að fækka þyrlum Landhelgisgæslunnar úr þremur í tvær. 7.12.2009 03:00 Þjónusta við langveik börn aukin Stuðnings- og nærþjónusta við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) verður aukin með nýjum samstarfssamningi ráðuneyta og sveitarfélaga um tilraunaverkefni í þessu skyni til þriggja ára. Samningurinn var undiritaður í síðustu viku. Áttatíu milljónir króna renna til verkefnisins árið 2009. Fjárhæðinni er skipt milli félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis en samstarfssamningurinn er milli þessara ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga í landinu. 7.12.2009 02:45 Íslensk hross send til Mexíkó í fyrsta sinn Sjö folöld eru nú á leiðinni frá Íslandi til Mexíkó. Þetta ungviði er fyrstu íslensku hrossin sem flutt eru héðan þangað til lands. Þau eru í löngu og ströngu ferðalagi, því það tekur að minnsta kosti tíu daga með hvíldarstoppum. 7.12.2009 02:00 Óeirðir í Grikklandi til minningar um látinn pilt Óeirðir hafa brotist út milli lögreglu og mótmælenda í Grikklandi þar sem fólk minnist þess að ár er liðið frá því að lögregla skaut fimmtán ára pilt til bana í einhverjum mestu óeirðum sem hafa orðið í Grikklandi í áratugi. 6.12.2009 15:52 Sjá næstu 50 fréttir
Umhverfisráðherra Danmerkur er föst fyrir Connie Hedegaard umhverfisráðherra Danmerkur sagði í dag að jafnvel efasemdarmenn yrðu að viðurkenna að ef jörðin eigi að hýsa níu milljarða manna um miðja þessa öld, verði mannkynið að finna skynsamlegri leiðir til þess að takast á við fjölgun sína. 7.12.2009 16:32
Borgarleikhúsið frumsýnir Enron í september Borgarleikhúsið ætlar að frumsýna Enron leikritið í september á næsta ári. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóir segir að leikhúsið hafi tryggt sér sýningarrétt um leið og verkið hafi verið sýnt erlendis. 7.12.2009 16:04
Heimsins stærsta jólatré Mexíkóborg státar af hæsta jólatré í heimi. Það er hvorki meira né minna en 367 feta hátt. Vart þarf að taka það fram að þetta er gervijólatré. 7.12.2009 15:47
Varamaður tekur sæti Atla Gíslasonar á þingi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum um stundarsakir. Varamaður hans, Arndís Sigurðardóttir, tók sæti á Alþingi í dag. 7.12.2009 15:42
Mannskætt ferjuslys Að minnsta kosti 45 manns fórust þegar drekkhlaðin fólksferja lenti í árekstri við lítið flutningaskip við strendur Bangladesh um helgina. 7.12.2009 15:38
Hagaskóli: Kennsla með eðilegum hætti á morgun Kennsla mun fara fram með eðlilegum hætti í Hagaskóla á morgun en rýma þurfti skólann og aflýsa skólahaldi rétt fyrir klukkan tvö í dag þegar kveikt var í heimatilbúinni reykbombu á salerni drengja í skólanum. Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri segir að allar áætlanir hafi virkað sem skyldi og að rýming skólans hafi gengið vel. Slökkvilið og lögregla komu á vettvang og er nú verið að vinna úr þeim vísbendingum sem fyrir liggja í málinu. Engar skemmdir urðu þegar eldurinn kom upp en aðallega var um reyk að ræða. 7.12.2009 15:24
Egyptar banna huliðsklæðnað kvenna Miklar deilur hafa risið í Egyptalandi eftir að stjórnvöld þar hafa með fulltingi áhrifamikils kennimanns ákveðið að banna flíkina niqab í skólum og í nokkrum starfsgreinum. 7.12.2009 15:15
Lögreglan hvetur fólk til að passa upp á bifreiðar sínar Brotist var inn í tvær bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Annars vegar var brotist inn í bíl við Egilshöll og þaðan stolið staðsetningartæki. Þá var brotist inn í bifreið við Víkurhvarf í Kópavogi og þaðan stolið bílahljómflutningstækjum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. 7.12.2009 15:12
Minnast árásarinnar á Perluhöfn Bandaríkjamenn minnast þess að þennan dag árið 1941 gerðu japanar árás á flotastöðina í Pearl Harbour á Hawaii eyjum. Með því hófst þáttaka Bandaríkjanna í síðari heimssturjöldinni. 7.12.2009 14:54
Steinunn Valdís hlaut heilahristing þegar hún rann á svelli Steinunn Valdís Óskarsdóttir hlaut heilahristing þegar að hún datt á hálkubletti í nágrenni við heimili sitt í gær. „Ég var bara úti að ganga með hundinn í gær. Það er svona þegar hitinn er við frostmark og það koma svona svellbunkar. Ég var að fara yfir brekkulækinn þar sem ég bý og lenti þá á einhverjum svona svellbunka og flaug á hausinn,“ segir Steinunn Valdís. 7.12.2009 14:37
Hagaskóli rýmdur vegna reyksprengju Rýma þurfti Hagaskóla eftir hádegi í dag þegar að reyksprengju var kastað inn á salerni í skólanum. Að sögn slökkviliðsmanna kom smá eldur upp vegna reyksprengjunnar en greiðlega gekk að slökkva hann. Skólar á höfuðborgarsvæðinu hafa að undanförnu verið að æfa rýmingaráætlanir við eldsvoða og var slíkri áætlun fylgt eftir í þessu tilfelli. 7.12.2009 14:12
Aldraðir sjálfstæðismenn harma niðurskurð velferðarkerfisins Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra, var á dögunum kjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann tekur við embættinu af Salóme Þorkelsdóttur sem víkur úr stjórn. Með Halldóri í stjórn eru nú þau Styrmir Gunnarsson varaformaður, Lilja Hallgrímsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir , Guðmundur Hallvarðsson, Einar Þorbjörnsson, Margrét S. Einarsdóttir, Guðrún V. Haraldsdóttir og Sveinn Scheving. 7.12.2009 14:05
Útsýni framtíðarinnar? Það má deila um hvort loftslag á jörðinni sé að breytast af mannavöldum. Og það er svosem verið að deila um það í Kaupmannahöfn þessa dagana. 7.12.2009 13:55
Fréttabann á mótmæli í Teheran Stjórnvöld í Íran hafa rofið farsímasamband við miðborg Teherans þar sem lögreglan tekst á við stúdenta á sérstökum degi þeirra. 7.12.2009 13:37
Jólin nálgast í Prag Aðventan er nú haldin hátíðleg um allan hinn kristna heim. Og það er víðar en á Íslandi sem hún tengist jólaversluninni. 7.12.2009 13:27
Fjölskylduhjálpin úthlutar allt að 1200 fjölskyldum jólaaðstoð Jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands fer fram dagana 9., 16. og 21.desember frá klukkan þrjú til sex að Eskihlíð 2 - 4 í Reykjavík. 7.12.2009 13:19
Afgreiðsla Icesave málsins í uppnámi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, frestaði þingfundi nú rétt eftir klukkan hálfteitt vegna ágreinings um túlkun á samkomulagi meirihluta og minnihluta um lausn á Icesave deilunni á Alþingi. Var fundi frestað um fimm mínútur eftir að Höskuldur Þórhallsson sté í pontu og lýsti yfir megnri óánægju með framgang málsins. 7.12.2009 12:44
Safna liði gegn vágesti í Kaupmannahöfn Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sagði við setningu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að ekki færri en 110 þjóðarleiðtogar komi til ráðstefnunnar sem stendur í hálfan mánuð. 7.12.2009 12:10
Yfir 350 ræður haldnar í Icesave Lokaspretturinn í annarri umræðu um Icesavefrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst í hádeginu á Alþingi. Atkvæði verða greidd um frumvarpið á morgun. Haldnar hafa verið yfir 350 ræður og gerða meira en 2.000 athugasemdir í málinu. 7.12.2009 12:06
Safna fyrir mæðrastyrksnefnd Sjálfstæðiskonur um land allt hafa tekið höndum saman og efna til söfnunar fyrir Mæðrastyrksnefndir. Söfnunin, Tökum höndum saman - styðjum barnafjölskyldur í vanda, hefst í dag til 20. desember 2009. 7.12.2009 11:50
Tölvupóstsamskipti Indriða við AGS á lista yfir trúnaðargögn Tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar við Mark Flanagan og Franek Rowzadowski, sem fara með mál Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, er á lista sem birtur var yfir trúnaðargögn vegna Icesave frumvarpsins um það leyti sem málið var lagt fyrir þingið. 7.12.2009 10:41
HIV sýkti konuna með saumnál Maður á Nýja Sjálandi hefur viðurkennt að hafa sýkt eiginkonu sína af HIV með því að nota saumnál til þess að blanda eigin blóði við hennar. Hann stakk hana með blóðugri nálinni meðan hún svaf. 7.12.2009 10:06
Hafa áhyggjur af atgervisflótta flugumferðastjóra Félag íslenskra flugumferðarstjóra lýsir áhyggjum af afleiðingum atgervisflótta sem sé brostinn á í atvinnugreininni. 7.12.2009 09:32
Bretar reiðast á 8:22 Bretar eru að meðaltali átta mínútur og 22 sekúndur að missa stjórn á skapi sínu. 7.12.2009 08:17
Játar að ekkert sé vitað um bin Laden Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna viðurkenndi í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina að engar upplýsingar um felustað Osama bin Laden hafi legið fyrir svo árum skiptir. 7.12.2009 07:36
Semja um auknar flugsamgöngur við Japan Bandaríkjamenn og Japanar leggja nú lokahönd á samning um aukna samvinnu í flugsamgöngum sem einkum beinast að því að létta hömlum og takmörkunum af umferð bandarískra flugfélaga um japanska flugvelli, einkum Narita-flugvöllinn í Tókýó en lendingar- og flugtaksleyfi á honum eru ákveðin af japönskum stjórnvöldum. 7.12.2009 07:33
Umfangsmikil leit að hjólastólamanninum Bandaríski fanginn Arcade Comeaux, sem var bundinn við hjólastól en flúði á harðahlaupum úr fangaflutningabíl í Texas fyrir helgina og fréttastofan greindi frá, er kominn á lista bandarískra löggæsluyfirvalda yfir fimmtán skæðustu strokufanga landsins sem laganna armur vill helst ná til. 7.12.2009 07:30
Myrti unnustuna og fór á krá Kráargestur á fimmtugsaldri, sem sat að drykkju á krá í Óðinsvéum í Danmörku í gær, kom að máli við barþjón á staðnum og bað hann að kalla til lögreglu þar sem gesturinn hefði orðið unnustu sinni að bana um helgina með ítrekuðum höggum og spörkum. 7.12.2009 07:28
Morales áfram forseti Bólivíu Sitjandi forseti Bólivíu, Evo Morales, náði endurkjöri í forsetakosningunum sem haldnar voru í landinu í gær. Hlaut Morales 60 prósent atkvæða og gjörsigraði andstæðing sinn, Manfred Reyes Villa. 7.12.2009 07:25
Loftslagsráðstefna SÞ hefst í dag Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn í dag en hana sækja um það bil 15.000 fulltrúar 192 þjóðríkja og nálægt eitt hundrað þjóðarleiðtogar. 7.12.2009 07:22
Brown sker niður um 12 milljarða punda Breski forsætisráðherrann Gordon Brown hyggst skera útgjöld hins opinbera niður um 12 milljarða punda, jafnvirði um 2.400 milljarða króna, á fjögurra ára tímabili, en fjárlög ársins 2010 verða rædd á breska þinginu á miðvikudaginn. 7.12.2009 07:20
Fjórði meirihlutinn fæddur í Grindavík Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna var myndaður í bæjarstjórn Grindavíkur í gærkvöldi. Ólafur Örn Ólafsson verður bæjarstjóri á ný, en hann lét af því starfi í fyrrasumar þegar meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar rofnaði. 7.12.2009 07:17
Hagsmunasamtökin undrast dóm Hagsmunasmtök heimilanna undrast mjög þann dóm Héraðsdóms Reykjavíkur nýverið, að fjármögnunarfyrirtæki hafi verið heimilt að gefa út skuldabréf, tilgreint í íslenskum krónum, með gengistryggingu við erlenda gjaldmiðla. 7.12.2009 07:11
Mikið tjón í bruna í Waldorfskóla Miklar skemmdir urðu á þremur skólastofum við Waldorfskólann að Hraunbergi þegar þrír fimmtán ára piltar kveiktu þar í laust fyrir miðnætti. Þrátt fyrir að slökkvistarf gengi vel er tjónið mikið. 7.12.2009 07:05
Þrjár kærur vegna Suðvesturlínu Þrjár kærur hafa borist Umhverfisráðuneytinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlínu og tengdra framkvæmda. 7.12.2009 06:00
Þurfa 1.875 upprunavottorð Norskir útflytjendur standa nú frammi fyrir því að útflutningur á óverulegu magni af fiski getur kallað á gríðarlegt flóð vottorða vegna hertra reglna Evrópusambandsins. Þetta kemur til vegna tilrauna til þess að stemma stigu við ólöglegum fiskveiðum. 7.12.2009 06:00
Dómi amfetamínstúlku áfrýjað Ákæruvaldið hefur áfrýjað til Hæstaréttar sýknudómi yfir stúlku sem var ákærð fyrir að hafa með framburði fyrir lögreglu og fyrir dómi leitast við að koma því til leiðar að fjórir menn yrðu sakaðir um kynferðisbrot gegn henni. Stúlkan var sýknuð af ákæru þessa efnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust. 7.12.2009 05:00
Skilaboð til Kaupmannahafnar Umhverfis- og mannréttindasamtök víða um heim standa fyrir viðburði laugardaginn 12. desember til að undirstrika mikilvægi Kaupmannahafnarfundarins, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem hefst í dag og stendur til 18. desember. Vonir standa til að viðburðurinn verði sá stærsti í tengslum við þetta málefni frá upphafi. Þúsund samkomur í níutíu löndum hafa þegar verið skipulagðar, þar af tvær á Íslandi. 7.12.2009 04:30
Fjörutíu milljónir í samgöngumiðstöð Opinbera hlutafélagið Flugstoðir hefur eytt 38 milljónum króna í undirbúning samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll síðan 2007. 7.12.2009 04:00
Þriðja hver sería reyndist hættuleg Þriðja hver jólasería er hættuleg, samkvæmt nýrri könnun Evrópusambandsins. Kannaðar voru nær 200 seríur í öllum verðflokkum í fimm löndum, Hollandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Slóvakíu. Seríurnar féllu margar á ýmiss konar öryggisprófunum sem gerðar voru, algengasti gallinn voru lélegar leiðslur í snúrunum og hætta á ofhitnun af ýmsum ástæðum. 7.12.2009 03:45
Stuðningur til framtíðar Velunnarar kvennadeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss hafa ákveðið að stofna styrktarfélag sem ætlað er að styrkja alla þætti kvennadeildarinnar. 7.12.2009 03:30
Fækkun þyrla afleitur kostur „Mér finnst þetta afleitur kostur. Ef af verður er þetta það alvarlegt mál að ég mun kynna það ríkisstjórn. Ég vil skoða alla aðra möguleika áður en gripið verður til þessa ráðs og hef þegar óskað eftir minnisblaði frá Landhelgisgæslunni um þetta,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um þá hugmynd að fækka þyrlum Landhelgisgæslunnar úr þremur í tvær. 7.12.2009 03:00
Þjónusta við langveik börn aukin Stuðnings- og nærþjónusta við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) verður aukin með nýjum samstarfssamningi ráðuneyta og sveitarfélaga um tilraunaverkefni í þessu skyni til þriggja ára. Samningurinn var undiritaður í síðustu viku. Áttatíu milljónir króna renna til verkefnisins árið 2009. Fjárhæðinni er skipt milli félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis en samstarfssamningurinn er milli þessara ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga í landinu. 7.12.2009 02:45
Íslensk hross send til Mexíkó í fyrsta sinn Sjö folöld eru nú á leiðinni frá Íslandi til Mexíkó. Þetta ungviði er fyrstu íslensku hrossin sem flutt eru héðan þangað til lands. Þau eru í löngu og ströngu ferðalagi, því það tekur að minnsta kosti tíu daga með hvíldarstoppum. 7.12.2009 02:00
Óeirðir í Grikklandi til minningar um látinn pilt Óeirðir hafa brotist út milli lögreglu og mótmælenda í Grikklandi þar sem fólk minnist þess að ár er liðið frá því að lögregla skaut fimmtán ára pilt til bana í einhverjum mestu óeirðum sem hafa orðið í Grikklandi í áratugi. 6.12.2009 15:52