Erlent

Minnast árásarinnar á Perluhöfn

Óli Tynes skrifar
Orrustuskipinu Arizona hvolfir.
Orrustuskipinu Arizona hvolfir.

Bandaríkjamenn minnast þess að þennan dag árið 1941 gerðu japanar árás á flotastöðina í Pearl Harbour á Hawaii eyjum. Með því hófst þáttaka Bandaríkjanna í síðari heimssturjöldinni.

Á meðfylgjandi mynd sést orrustuskipið Arizona vera að velta á hvolf eftir árásir Japana. Það er enn þann dag í dag minnisvarði um þá 2.402 Bandaríkjamenn sem féllu í árásinni.

Það vildi Bandaríkjamönnum til happs að flugmóðurskip þeirra voru ekki í Pearl Harbour þegar Japanar létu til skarar skríða. Það voru flugmóðurskipin sem mestu máli skiptu í Kyrrahafssstríðinu.

Sex mánuðum síðar sigruðu Bandaríkjamenn Japana í sjóorrustunni sem kennd er við Midway. Hún er nokkuð almennt talin mikilvægasta sjóorrustan sem háð var á Kyrrahafi.

Bandaríkjamenn sökktu þá fjórum stærstu flugmóðurskipum Japana en misstu aðeins eitt sjálfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×