Erlent

Morales áfram forseti Bólivíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Evo Morales.
Evo Morales.

Sitjandi forseti Bólivíu, Evo Morales, náði endurkjöri í forsetakosningunum sem haldnar voru í landinu í gær. Hlaut Morales 60 prósent atkvæða og gjörsigraði andstæðing sinn, Manfred Reyes Villa. Meðal loforða Morales fyrir kosningarnar var að stórauka atvinnustarfsemi í Bólivíu og stofna ýmis ríkisrekin framleiðslufyrirtæki. Eins vill hann að Bólivíumenn komi sér upp eigin málmiðnaði í stað þess að flytja járn út úr landinu óunnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×