Erlent

Brown sker niður um 12 milljarða punda

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breski forsætisráðherrann Gordon Brown hyggst skera útgjöld hins opinbera niður um 12 milljarða punda, jafnvirði um 2.400 milljarða króna, á fjögurra ára tímabili, en fjárlög ársins 2010 verða rædd á breska þinginu á miðvikudaginn. Alistair Darling fjármálaráðherra segir að niðurskurðaráætlunin verði ekki kynnt að fullu fyrr en á fyrri hluta næsta árs en breskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að stór hluti niðurskurðarins muni bitna á heilbrigðiskerfi landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×