Aldraðir sjálfstæðismenn harma niðurskurð velferðarkerfisins 7. desember 2009 14:05 Halldór Blöndal er nýr formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra, var á dögunum kjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann tekur við embættinu af Salóme Þorkelsdóttur sem víkur úr stjórn. Með Halldóri í stjórn eru nú þau Styrmir Gunnarsson varaformaður, Lilja Hallgrímsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir , Guðmundur Hallvarðsson, Einar Þorbjörnsson, Margrét S. Einarsdóttir, Guðrún V. Haraldsdóttir og Sveinn Scheving. Á sama fundi var samþykkt ályktun þar sem núverandi ríkisstjórn er sökuð um að svíkja fyrirheit sín um að standa vörð um velferðarkerfið. Samtök eldri sjálfstæðismanna harma þetta. Þá lýsir SES áhyggjum af frekari niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og telur að löngu sé komið að þolmörkum í sparnaði innan heilbrigðiskerfisins. „Þann 1. júlí sl. hóf ríkisstjórnin aðför að velferðarkerfinu með því að skerða verulega greiðslur TR til eldri borgara og öryrkja," segir ennfremur. Í þriðja lagi mótmælir SES skerðingum sem draga úr lífsgæðum lífeyrisþega landsins. „Þar er m.a. ráðist á helgasta rétt eldri borgara sjálfan grunnlífeyrinn sem allir eiga að fá, burt séð frá tekjum, sem aldrei átti að skerða vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. „Velferðarstjórn" Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, réttlætir skerðingarnar með þeim rökum að svo miklar réttarbætur til handa öldruðum og öryrkjum hafi náðst fram á undanförum árum að nauðsynlegt sé að stíga skref til baka við núverandi aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar!" SES leggur einnig áherslu á hækkun skattleysismarka sem hefur alltaf verið eitt af baráttumálum samtakanna og bætir til muna hag þeirra sem verst eru settir fjárhagslega og hvetja samtökin til að felldar verði niður skerðingar á lífeyri aldraðra frá TR vegna tekna úr lífeyrissjóðum. Þá er fyrirhuguðum hækkunum neysluskatta sem koma verst niður á þeim sem þyngsta framfærslu hafa mótmælt auk þess sem hvatt er til þess að tekið verði upp frítekjumark á vaxtatekjur, þannig að ekki verði lagður fjármagnstekjuskattur á vexti af innstæðum sem telja má til eðlilegs varasjóðs. „Jafnframt verði frítekjumark fjármagnstekna til skerðingar á greiðslum frá TR hækkað úr kr. 8.236,66 í kr. 20.000,- á mánuði. Hækkun á frítekjumarki kemur ekki hvað síst til góða því láglaunafólki sem með ráðdeildarsemi hefur tekist að spara til efri áranna." Að lokum lýsa samtökin yfir stuðningi við frumvarp Sjálfstæðisflokksins um skatt á séreignasparnað í stað skattahækkana. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra, var á dögunum kjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann tekur við embættinu af Salóme Þorkelsdóttur sem víkur úr stjórn. Með Halldóri í stjórn eru nú þau Styrmir Gunnarsson varaformaður, Lilja Hallgrímsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir , Guðmundur Hallvarðsson, Einar Þorbjörnsson, Margrét S. Einarsdóttir, Guðrún V. Haraldsdóttir og Sveinn Scheving. Á sama fundi var samþykkt ályktun þar sem núverandi ríkisstjórn er sökuð um að svíkja fyrirheit sín um að standa vörð um velferðarkerfið. Samtök eldri sjálfstæðismanna harma þetta. Þá lýsir SES áhyggjum af frekari niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og telur að löngu sé komið að þolmörkum í sparnaði innan heilbrigðiskerfisins. „Þann 1. júlí sl. hóf ríkisstjórnin aðför að velferðarkerfinu með því að skerða verulega greiðslur TR til eldri borgara og öryrkja," segir ennfremur. Í þriðja lagi mótmælir SES skerðingum sem draga úr lífsgæðum lífeyrisþega landsins. „Þar er m.a. ráðist á helgasta rétt eldri borgara sjálfan grunnlífeyrinn sem allir eiga að fá, burt séð frá tekjum, sem aldrei átti að skerða vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. „Velferðarstjórn" Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, réttlætir skerðingarnar með þeim rökum að svo miklar réttarbætur til handa öldruðum og öryrkjum hafi náðst fram á undanförum árum að nauðsynlegt sé að stíga skref til baka við núverandi aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar!" SES leggur einnig áherslu á hækkun skattleysismarka sem hefur alltaf verið eitt af baráttumálum samtakanna og bætir til muna hag þeirra sem verst eru settir fjárhagslega og hvetja samtökin til að felldar verði niður skerðingar á lífeyri aldraðra frá TR vegna tekna úr lífeyrissjóðum. Þá er fyrirhuguðum hækkunum neysluskatta sem koma verst niður á þeim sem þyngsta framfærslu hafa mótmælt auk þess sem hvatt er til þess að tekið verði upp frítekjumark á vaxtatekjur, þannig að ekki verði lagður fjármagnstekjuskattur á vexti af innstæðum sem telja má til eðlilegs varasjóðs. „Jafnframt verði frítekjumark fjármagnstekna til skerðingar á greiðslum frá TR hækkað úr kr. 8.236,66 í kr. 20.000,- á mánuði. Hækkun á frítekjumarki kemur ekki hvað síst til góða því láglaunafólki sem með ráðdeildarsemi hefur tekist að spara til efri áranna." Að lokum lýsa samtökin yfir stuðningi við frumvarp Sjálfstæðisflokksins um skatt á séreignasparnað í stað skattahækkana.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira