Erlent

HIV sýkti konuna með saumnál

Óli Tynes skrifar
HIV vírus.
HIV vírus.

Maður á Nýja Sjálandi hefur viðurkennt að hafa sýkt eiginkonu sína af HIV með því að nota saumnál til þess að blanda eigin blóði við hennar. Hann stakk hana með blóðugri nálinni meðan hún svaf.

Nýsjálenska blaðið Sunday Star-Times segir að hjónin séu innflytjendur á Nýja Sjálandi. Þau gengust undir læknisskoðun þegar þau komu til landsins árið 20004.

Þá kom í ljós að maðurinn var sýktur en ekki kona hans og börn. Konan ákvað að halda hjónabandi þeirra áfram vegna barnanna en neitaði að eiga kynmök við manninn.

Hann greip þá til þessa óyndisúrræðis. Eftir að kom í ljós að honum hafði tekist að sýkja konuna sagði maðurinn að hann hefði aðeins viljað gera hana eins og sig til þess að hún færi ekki frá sér.

Hann má hinsvegar eiga von á að þurfa að fara frá henni í fjórtán ár í fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×