Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 20:49 Færu þeir báðir fram væri um tímamót að ræða innan flokksins. Vísir/Samsett Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. Mögulegir frambjóðendur hafa enn nokkra daga til að hugsa sinn gang en þó færðist nokkur hiti í leikinn líkt og svo oft í aðdraganda landsfundar. Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skoraði um helgina á Snorra Másson að gefa kost á sér. Þá bárust þær fréttir í gær að Bergþór Ólason hyggist segja sig frá þingflokksformennskunni. Tekur næstu daga í þetta Bergþór segir sjálfur að afsögn sín sem þingflokksformanni hangi ekki saman við mögulegt framboð til varaformanns en segir fólk hafa komið að máli við sig og mátað hann við embættið. „Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér núna. Það hangir ekki saman við það að segja sig frá þingflokksformennskunni en ég tek næstu daga í að hugsa þetta,“ sagði hann þegar fréttastofa bar mögulegt framboð undir hann. Sjá einnig: Hættir sem þingflokksformaður Líkt og fram hefur komið ályktaði stjórn flokksins í Hafnarfirði um að skora á Snorra Másson að gefa kost á sér til embættisins. „Þingflokkurinn er fullur af fólki sem yrði fyrirmyndarvaraformaður. Embættið verður vel mannað hver sem sest í það,“ sagði Bergþór þegar það var borið undir hann. Hvatningin eindregin og úr ýmsum áttum Snorri Másson segir hvatninguna sem hann hefur fengið slíka að hann geti ekki annað en hugsað málið alvarlega. „Það er það sem ég er að gera núna, bæði í samtölum við fólkið mitt og svo flokksmenn vítt og breitt um landið,“ segir hann í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir landsþingið fram undan mikilvægan tímapunkt fyrir Miðflokksmenn. Senda þurfi skýr skilaboð og halda áfram að sækja fast fram. „Ég skynja ógnarsterka undiröldu með okkur í samfélaginu og flokkurinn ætlar að vera meira en tilbúinn að beisla þennan kraft í þágu íslensks almennings á komandi tímum,“ segir Snorri. Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Mögulegir frambjóðendur hafa enn nokkra daga til að hugsa sinn gang en þó færðist nokkur hiti í leikinn líkt og svo oft í aðdraganda landsfundar. Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skoraði um helgina á Snorra Másson að gefa kost á sér. Þá bárust þær fréttir í gær að Bergþór Ólason hyggist segja sig frá þingflokksformennskunni. Tekur næstu daga í þetta Bergþór segir sjálfur að afsögn sín sem þingflokksformanni hangi ekki saman við mögulegt framboð til varaformanns en segir fólk hafa komið að máli við sig og mátað hann við embættið. „Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér núna. Það hangir ekki saman við það að segja sig frá þingflokksformennskunni en ég tek næstu daga í að hugsa þetta,“ sagði hann þegar fréttastofa bar mögulegt framboð undir hann. Sjá einnig: Hættir sem þingflokksformaður Líkt og fram hefur komið ályktaði stjórn flokksins í Hafnarfirði um að skora á Snorra Másson að gefa kost á sér til embættisins. „Þingflokkurinn er fullur af fólki sem yrði fyrirmyndarvaraformaður. Embættið verður vel mannað hver sem sest í það,“ sagði Bergþór þegar það var borið undir hann. Hvatningin eindregin og úr ýmsum áttum Snorri Másson segir hvatninguna sem hann hefur fengið slíka að hann geti ekki annað en hugsað málið alvarlega. „Það er það sem ég er að gera núna, bæði í samtölum við fólkið mitt og svo flokksmenn vítt og breitt um landið,“ segir hann í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir landsþingið fram undan mikilvægan tímapunkt fyrir Miðflokksmenn. Senda þurfi skýr skilaboð og halda áfram að sækja fast fram. „Ég skynja ógnarsterka undiröldu með okkur í samfélaginu og flokkurinn ætlar að vera meira en tilbúinn að beisla þennan kraft í þágu íslensks almennings á komandi tímum,“ segir Snorri.
Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira