Erlent

Fréttabann á mótmæli í Teheran

Óli Tynes skrifar
Associated Press fréttastofan tekur skýrt fram að það hafi ekki verið hennar myndatökumaður sem tók þessa frétt af mótmælagöngu í dag, enda fréttamönnum bannað að fara inn í miðborgina.
Associated Press fréttastofan tekur skýrt fram að það hafi ekki verið hennar myndatökumaður sem tók þessa frétt af mótmælagöngu í dag, enda fréttamönnum bannað að fara inn í miðborgina. MYND/Óþekktur

Stjórnvöld í Íran hafa rofið farsímasamband við miðborg Teherans þar sem lögreglan tekst á við stúdenta á sérstökum degi þeirra.

Litlar fréttir er því að hafa af óeirðunum, en haft er fyrir satt að lögregla beiti bæði kylfum og táragasi.

Stúdentadagurinn í Teheran í dag er til þess að minnast stúdenta sem létu lífið í mótmælaaðgerðum gegn Bandaríkjunum árið 1953. Þá var keisarastjórn í Íran.

Núverandi stjórnvöld í Íran höfðu skipulagt uppákomur í tilefni dagsins og varað bæði stúdenta og aðra við því að fara út af þeirri dagskrá.

Engu að síður fótu stúdentar í mótmælagöngur og var mætt af lögreglu sem fyrr segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×