Innlent

Dómi amfetamínstúlku áfrýjað

Ákæruvaldið hefur áfrýjað sýknudóminum til Hæstaréttar.
Ákæruvaldið hefur áfrýjað sýknudóminum til Hæstaréttar.

Ákæruvaldið hefur áfrýjað til Hæstaréttar sýknudómi yfir stúlku sem var ákærð fyrir að hafa með framburði fyrir lögreglu og fyrir dómi leitast við að koma því til leiðar að fjórir menn yrðu sakaðir um kynferðisbrot gegn henni. Stúlkan var sýknuð af ákæru þessa efnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.

Stúlkan kærði mennina, sem hún hitti í fyrsta skipti fyrir utan skemmtistað, fyrir að hafa nauðgað sér í húsi ofan við Sundahöfn í Reykjavík. Þeir voru handteknir og síðan úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeim var sleppt að tveim dögum liðnum, þar sem lögregla taldi ekki grundvöll til frekari rannsóknar. Þeir kærðu stúlkuna og kröfðust samtals tveggja milljóna króna í skaðabætur.

Einn mannanna bar að stúlkan hefði haft fíkniefni meðferðis sem hún neytti í umræddu húsi. Hún bar hins vegar að einn mannanna hefði „mokað" í sig amfetamíni. Stúlkan hafði kynmök við þrjá mannanna í herbergi inni í íbúðinni. Á upptöku í farsíma eins mannanna mátti ráða að stúlkan beindi því til mannanna að hafa við sig kynferðismök. Staðfest var að styrkur amfetamíns í blóði stúlkunnar hefði verið margfalt yfir eitrunarmörkum.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×