Innlent

Stuðningur til framtíðar

Kvennadeild LSH Stofnfundur Lífs verður haldinn í kvöld klukkan 20.00 í safnaðarheimili Háteigskirkju.
Kvennadeild LSH Stofnfundur Lífs verður haldinn í kvöld klukkan 20.00 í safnaðarheimili Háteigskirkju.

Velunnarar kvenna­deildar Landspítala Háskólasjúkrahúss hafa ákveðið að stofna styrktar­­félag sem ætlað er að styrkja alla þætti kvennadeildarinnar.

Nafn félagsins verður Líf og standa núverandi og fyrrverandi starfsmenn kvennadeildar að stofnun þess ásamt breiðum hópi fólks víðs vegar að úr þjóðfélaginu. Áætlað er að fyrsta verkefni félagsins verði að ljúka við framkvæmdir á húsnæði meðgöngu- og sængurkvennadeildar.

Um helmingur deildarinnar var endurnýjaður fyrr árinu. Ekki tókst að afla fjár til að ljúka verkinu. Því standa eftir 400 fermetrar sem þarf að lagfæra og er áætlaður kostnaður um áttatíu milljónir. Um fjórðungur svæðisins er húsnæði sem vökudeild nýtti áður en vökudeildin flutti í nýtt húsnæði árið 2003.

Þetta svæði er vannýtt í dag, meðal annars vegna þess að ekki er hægt að koma inn sjúkrarúmum.

Fjármögnun þessa verkefnis er hvatinn að stofnun félagsins en því er þó ætlað að styðja við starf kvennadeildarinnar til langs tíma.

Félagið mun hafa félagsgjöld, 3.000 krónur á ári en standa síðan að margvíslegum fjáröflunum á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×