Innlent

Tölvupóstsamskipti Indriða við AGS á lista yfir trúnaðargögn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar við Mark Flanagan og Franek Rowzadowski, sem fara með mál Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, er á lista sem birtur var yfir trúnaðargögn vegna Icesave frumvarpsins um það leyti sem málið var lagt fyrir þingið.

Í tölvupóstinum viðrar Indriði, sem var þá ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákveðna lausn í Icesavemálinu. Þá segir hann að það sé pólitískt ómögulegt að bæta á skuldastöðu íslenska ríkisins fyrir kosningar. Flanagan svarar Indriða og segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti ekki átt beina aðkomu að samningunum, en mikilvægt sé vegna endurskoðunar á efnahagsáætlun ríkisstjórnar Íslands að einhver lausn finnist í Icesave málinu.

Þessi tölvupóstsamskipti voru birt á Wikileaks í gær, en tölvupóstarnir eru á lista yfir trúnaðargögn sem birtur var rétt eftir að málið var lagt fyrir Alþingi í sumar. Elías Jón Guðjónsson upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra segir að síðan þá hafi kjörnir fulltrúar á Alþingi átt þess kost að kynna sér gögnin. Varðandi leka á skjölunum til Wikileaks segist Elías gera ráð fyrir því að ráðuneytið láti kanna hvort einhverjir utanaðkomandi aðilar hafi haft aðgang að tölvupóstsamskiptum úr ráðuneytinu.






Tengdar fréttir

Ný Wikileaksskjöl: Indriði vildi fresta Icesave fram yfir kosningar

Indriði H. Þorláksson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, skrifaði Mark Flanagan og Franek Rozwadowski, sem fara með mál Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, þann 13. apríl og óskaði eftir því að Icesave samningunum yrði frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×