Innlent

Skilaboð til Kaupmannahafnar

Menn hafa ólíkar aðferðir við að hvetja ráðamenn til dáða vegna loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn.
fréttablaðið/ap
Menn hafa ólíkar aðferðir við að hvetja ráðamenn til dáða vegna loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. fréttablaðið/ap

Umhverfis- og mannréttindasamtök víða um heim standa fyrir viðburði laugardaginn 12. desember til að undirstrika mikilvægi Kaupmannahafnarfundarins, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem hefst í dag og stendur til 18. desember. Vonir standa til að viðburðurinn verði sá stærsti í tengslum við þetta málefni frá upphafi. Þúsund samkomur í níutíu löndum hafa þegar verið skipulagðar, þar af tvær á Íslandi.

Það eru Reykjavíkurborg og Stykkishólmur sem hafa í hyggju að taka þátt í viðburðinum, sem gengur undir nafninu TckTckTck. Markmiðið er að fólk komi saman á friðsamlegan hátt og sendi skýr skilaboð til Kaupmannahafnar til að þar nái fulltrúar þjóðanna samningi sem feli í sér metnað til að ná árangri, sé lagalega bindandi fyrir aðildarþjóðir og sanngjarn fyrir okkur og komandi kynslóðir. Flestallir valdamestu þjóðarleiðtogar heims hafa boðað komu sína til Kaupmannahafnar og alls eru þeir um hundrað.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×