Fleiri fréttir

Forstjóri Landhelgisgæslunnar: Þarf að skera niður um 300 milljónir

Landhelgisgæslan íhugar að reka aðeins tvær björgunarþyrlur í stað þriggja í sparnaðarskyni. Miklar gengisbreytingar hafa farið verst með rekstur gæslunnar og þarf að skera niður um 300 milljónir króna á næsta ári. Forstjóri gæslunnar segir ennþá ekkert ákveðið en fækkun þyrla yrði einn af síðustu kostum öryggisins vegna.

Unnið að fjórða meirihlutanum í Grindavík - farsakennd bæjarpólitík

Samfylkingin, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík hittast í kvöld til þess að semja um nýjan meirihluta í bæjarstjórn eftir að VG sleit samstarfinu á föstudaginn síðasta. Þá sendu þeir út tilkynningu þar sem þeir sögðust ekki geta stutt meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og VG vegna ágreinings um bæjarstjóra.

Hálka og hálkublettir víða á landinu

Vegir eru að mestu auðir á Suðurlandi en hálkublettir eru þó sumstaðar á útvegum. Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði en annarsstaðar hálkublettir eða alveg autt.

Tíu frumvörp afgreidd til nefnda í gær

Tíu frumvörp, þar á meðal skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar, voru afgreidd til nefndar og annarrar umræðu á Alþingi í gær en þingfundi lauk laust eftir klukkan átta.

Hafa enga hugmynd hvar Osama heldur sig

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa engar staðfestar upplýsingar um hvar leiðtogi Al-Qaeda samtakanna, Osama Bin Laden, heldur sig. Hefur Bandaríkjastjórn ekki vitað það í mörg ár.

Látnum fjölgar í Perm

Enn hækkar tala látinna eftir eldsvoðann í næturklúbbi í rússnesku borginni Perm á föstudagskvöldið. Alls eru 110 látnir og hátt í þrjátíu eru enn í lífshættu.

Landhelgisgæslan hyggst skila björgunarþyrlu

Landhelgisgæslan mun aðeins reka tvær björgunarþyrlur á næsta ári og verður minni þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, skilað samkvæmt heimildum Víkurfrétta úr Stjórnarráðinu.

Skíðasvæðið í Skarðsdal opið í dag

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar klukkan ellefu í dag og verður opið til fjögur. Þar er austan átt og um fimm til sex metrar á sekúndu og nægur snjór í fjallinu.

Tvö innbrot í grunnskóla í nótt

Fjórir menn á tvítugsaldrinum voru gripnir glóðvolgir í nótt þegar þeir brutust inn í Háteigsskóla. Einn piltanna var handtekinn inn í skólanum en hinir í bíl sem beið eftir honum. Í fórum piltanna fannst skjávarpi. Allir piltarnir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar.

Þrjár alvarlegar líkamsárásir í nótt

Lögreglan var þrívegis kölluð út vegna líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sú fyrst átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Spot í Kópavogi. Þar gekk karlmaður í skrokk á konu sinni. Lögreglan var kvödd á staðinn sem skarst í leikinn. Konan var í kjölfarið færð á spítala þar sem gert var að sárum hennar.

Kókaínlöggur handteknar eftir flókna leyniaðgerð

Lögreglumaðurinn Juan Acosta, sem sinnti störfum sínum í New York, Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir að flytja kíló af kókaíni á milli bæjarhluta gegn greiðslu frá fíkniefnabaróni. Aftur á móti reyndist baróninn vera lögreglumaður í dulargervi.

Öryrkjum mismunað

Atvinnulausir eru með sjöfalt hærra frítekjumark en öryrkjar og ellilífeyrisþegar. Örorkubætur hjá tvítugri fjölfatlaðri stúlku skerðast verulega vegna skaðabóta sem hún fékk eftir bílslys. Klár mismunun segir framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins.

Snittur í stað bólusetningar

Bólusetja mætti 80 prósent tólf ára stúlkna á Íslandi við leghálskrabbameini fyrir það fé sem ráðuneytin hafa varið í veitingar á þessu ári.

UMFÍ lýsir eftir mótshöldurum

Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var í Reykjavík í dag, var ákveðið að auglýsa eftir nýjum mótshaldara fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2010

Kengúrusmyglari handtekinn

Indónesískur karlmaður var handtekinn á dögunum þegar hann reyndi að smygla tíu fágætum kengúrum frá eyjum sem tilheyrir Nýju Gíneu til Java í Indónesíu.

Fagna endalokum Varnarmálastofnunnar

Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja niður Varnarmálastofnun. Stofnun hennar hafi verið ein af þeim slæmu mistökum sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi komið í verk.

Skattafrumvörpum vísað í nefnd

Fyrstu umræðu um skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar er lokið á Alþingi. Skattafrumvörpin, sem eru þrjú, hafa því verið send til efnahags- og skattanefndar.

109 látnir í Perm - klúbbaeigendur hugsanlega ákærðir

Alls hafa 109 manns látist í eldsvoðanum í Perm í Rússlandi. Sprengingin varð í miðri flugeldasýningu sem haldin var til að fagna átta ára afmæli skemmtistaðar í borginni. Það var í raun ekki sprengingin sem banaði fólkinu heldur varð hún til þess að eldur kviknaði í veislutjaldi.

Tæplega tvö þúsund á kröfufundi

„Þegar best lét voru örugglega um 1500 til 1800 manns hérna,“ segir Marinó G. Njálsson, ritari Hagsmunasamtaka Heimilanna en fjölmenni mætti á kröfufund á Austurvelli á vegum samtakanna og Nýs Íslands.

Fjölmenni á kröfufundi á Austurvelli

Á fjórða hundrað manns hafa safnast saman á Austurvelli þar sem kröfufundur Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands hófst nú klukkan þrjú.

Gylfi Magnússon: Icesave-frumvarpið verður samþykkt

Viðskiptaráðherra Íslands, Gylfi Magnússon, sagði í viðtali við Reuters í Danmörku í gær, eftir að hann hafði setið fund með fjármálaráðherrum Norðurlandanna í Kaupmannahöfn, að Icesave frumvarpið yrði samþykkt.

Telur óbeina skatta hækka skuldir heimila um milljarða

Skuldir heimilanna munu hækka um tugi milljarða með óbeinum sköttum verði farið út í fyrirhugaðar skattahækkanir að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, en skattafrumvarp ríkisstjórnar er nú til umræðu á þingi. Hann leggur til að auðlindir eins og fiskur og orka verði skattlögð frekar.

Niðurskurður mun bitna verulega á barnafjölskyldum

Barnafjölskyldur munu finna verulega fyrir þeim niðurskurði sem Reykjavíkurborg hefur boðað á næsta ári að sögn borgarfulltrúa Vinstri grænna. Seinka á inntöku barna í leikskóla og þá verða frístundaheimili lokuð fyrir hádegi - sextán daga á ári.

Icesave-umræðu frestað

Samkomulag hefur náðst milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka annarri umræðu um Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Umræða um málið hefur staðið tæplega eitt hundrað klukkustundir.

Búpeningur og áfengi helsta slysaorsök bænda

Búpeningur er áberandi orsök vinnuslysa íslenskra bænda. Notkun áfengis í tengslum við vinnu eru einnig skýr. Þeir bændur sem lent hafa í vinnuslysum meta líkamlega og andlega líðan verri og hafa meiri geðræn einkenni, en þeir sem sloppið hafa við slys.

Lífsýni tekið úr dóttur Fischers

Lífsýni úr Bobby Fischer verður borið saman úr lífsýni sem tekið var úr filippseyskri stúlku í vikunni en hún er sögð dóttir skákmeistarans. Móðir stúlkunnar hefur fyrir hönd dóttur sinnar gert kröfu í dánarbúið sem er metið á 270 milljónir.

Dóttir Fischers komin til Íslands og farin

Marilyn Young, fyrrum ástkona skákmannsins Bobby Fischer,var stödd hér á landi ásamt dóttir sinni Jinky, en hún er sögð dóttir skákmeistarans. Marilyn hyggst gera kröfu í dánarbú Fischers fyrir hönd dóttur sinnar.

Á annað hundrað milljónir söfnuðust fyrri Unicef

Yfir hundrað og fimmtíu milljónir króna hafa safnast fyrir barnahjálparsamtökin Unicef hér á landi. Söfnunarátakið hófst 20. nóvember á afmæli barnasáttmálans og lauk svo með stórri sjónvarpsútsendingu í Borgarleikhúsinu á degi rauða nefsins í gær.

100 látnir eftir flugeldasýningu

Að minnsta kosti eitt hundrað manns eru látnir eftir sprengingu í rússnesku borginni Perm. 140 til viðbótar hlutu áverka.

Samkomulag búið að nást um Icesave

Samkomulag hefur náðst á Alþingi um að ljúka annarri umræðu um Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Málið fer þá í nefnd en meðal annars stendur til að láta enska lögfræðistofu meta Icesave samningana.

Skíðasvæðið á Siglufirði opnar í dag

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar í hádeginu í dag en að sögn forsvarsmanna þá er gott veður, suðaustan gola og fínt færi. Svæðið opnar klukkan tólf.

Kertaljós og kröfufundur á Austurvelli

Í dag mun hópur fólks koma saman á Lækjatorgi klukkan hálf sex vegna loftlagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Á ráðstefnunni eru allir helstu leiðtogar heimsins í samningsviðræðum um eitt af mikilvægustu málum mannkynssögunnar. Til að sýna samstöðu og vilja fólksins til aðgerða verður kveikt á kertum á 1450 stöðum í 110 löndum eins og segir í tilkynningu frá Avaaz samtökunum.

Reyndu að selja öryggisverði fíkniefni

Tveir karlmenn voru handteknir á Hótel Sögu í gærkvöldi þegar þeir reyndu að selja öryggisverði á hótelinu fíkniefni. Þeir gista í fangageymslu og verða yfirheyrðir í dag.

Reynum að koma vitinu fyrir þau

„Auðvitað eru þarna ungir og reynslulitlir menn í forystu og verða að hafa tíma til að sanna sig, en þeir mega þá ekki færast of mikið í fang," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Hann er ósáttur við framgöngu þeirra og segir þá ekki standa við samninga.

Vitnar um samning við mafíuna

Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, er sagður hafa gert samning við mafíuna á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta kom fram í framburði dæmds mafíósa, Gaspare Spatuzza, í réttarhöldum sem fram fóru á Ítalíu í gær. Berlusconi hefur borið af sér ásakanirnar.

Starfsmenn sjaldan áminntir

Þrjú ráðuneyti hafa á síðastliðnum fimm árum áminnt embættis- eða starfsmenn undirstofnana og eitt ráðuneyti hefur þurft að skipa tilsjónarmann með rekstri undirstofnana sinna á sama tímabili. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um veittar áminningar starfsmanna á vegum ráðuneytanna og skipun tilsjónarmanna með undirstofnunum þeirra.

Vilja fækka ferðum til Eyja

Bæjarráð Vestmannaeyja harmar að sú hugmynd sé komin upp að fækka ferðum Herjólfs enn frá því sem nú er. Ráðið fjallaði um málið í gær og sagði hugmyndirnar færa samgöngur til Eyja langt niður fyrir skynsamleg sársaukamörk, eins og segir í frétt á Eyjar.is.

Sjá næstu 50 fréttir