Innlent

Varamaður tekur sæti Atla Gíslasonar á þingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atli Gíslason segist löngu hafa verið búinn að ákveða að fara í leyfi frá þingstörfum. Mynd/ GVA.
Atli Gíslason segist löngu hafa verið búinn að ákveða að fara í leyfi frá þingstörfum. Mynd/ GVA.
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum um stundarsakir. Varamaður hans, Arndís Sigurðardóttir, tók sæti á Alþingi í dag.

„Þetta var afráðið í september. Þetta er bara af persónulegum ástæðum. Ég er að flytja og þarf að sinna því og fjölskyldunni," segir Atli, sem er jafnframt upptekinn í bókhaldsvinnu fyrir lögfræðiskrifstofu, sem hann á ennþá helmingshlut í.

Ef að líkum lætur verða greidd atkvæði um Icesave málið á næstu dögum. Atli er í hópi þingmanna innan VG sem hafa haft efasemdir um það mál. Hann segir leyfi sitt þó ekki tengjast afgreiðslu Icesave. „Það hefur ekkert með það að gera. Mig óraði ekki fyrir því að Icesave málinu yrði ekki lokið þegar ég ákvað þetta," segir Atli.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er einnig í leyfi frá þingstörfum. Hún hefur, líkt og Atli Gíslason, haft efasemdir um Icesave málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×