Innlent

Þriðja hver sería reyndist hættuleg

Flestir setja upp seríur fyrir jólin en ekki er ráðlegt að hafa þær uppi ef þær eru farnir að bila.
Flestir setja upp seríur fyrir jólin en ekki er ráðlegt að hafa þær uppi ef þær eru farnir að bila.

Þriðja hver jólasería er hættuleg, samkvæmt nýrri könnun Evrópusambandsins. Kannaðar voru nær 200 seríur í öllum verðflokkum í fimm löndum, Hollandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Slóvakíu. Seríurnar féllu margar á ýmiss konar öryggisprófunum sem gerðar voru, algengasti gallinn voru lélegar leiðslur í snúrunum og hætta á ofhitnun af ýmsum ástæðum.

Í dagblaðinu Politiken er greint frá þessu og því að ástandið hafi þó verið misjafnt milli landa, einungis helmingur seríanna var lélegur í Hollandi en nær allar í Ungverjalandi. „Mikil krafa er um að seríur séu ódýrar sem getur komið niður á gæðunum,“ segir í greininni

Á heimasíðu Brunamálastofnunar er varað við seríum sem farnar eru að bila. „Sumar seríur eru þannig að þegar slokknar á einni peru þá hitna hinar perurnar meira og þegar nokkrar perur eru farnar er hitinn á þeim perum sem eftir eru orðinn verulegur og þá getur verið stutt í að kvikni í,“ segir þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×