Erlent

Semja um auknar flugsamgöngur við Japan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Narita-flugvöllurinn.
Narita-flugvöllurinn.

Bandaríkjamenn og Japanar leggja nú lokahönd á samning um aukna samvinnu í flugsamgöngum sem einkum beinast að því að létta hömlum og takmörkunum af umferð bandarískra flugfélaga um japanska flugvelli, einkum Narita-flugvöllinn í Tókýó en lendingar- og flugtaksleyfi á honum eru ákveðin af japönskum stjórnvöldum. Bandarísk flugfélög hafa lengi sótt það fast að fá aukinn rétt til flugumferðar til og frá Tókýó og mun nýi samningurinn tryggja að af því verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×