Erlent

Mannskætt ferjuslys

Ferjur eru oftar en ekki yfirhlaðnar í Bangladesh.
Ferjur eru oftar en ekki yfirhlaðnar í Bangladesh. Mynd/AP

Að minnsta kosti 45 manns fórust þegar drekkhlaðin fólksferja lenti í árekstri við lítið flutningaskip við strendur Bangladesh um helgina.

Mannskæð sjóslys eru tíð á þessum slóðum og á meðfylgjandi mynd er að sjá eina skýringuna.

Fólksferjurnar eru ekki allar burðugar að sjá en það er enginn skortur á farþegum. Öryggisbúnaður eins og björgunarvesti, hvað þá björgunarbátar tilheyra ekki staðalbúnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×