Innlent

Hagaskóli: Kennsla með eðilegum hætti á morgun

Kennsla mun fara fram með eðlilegum hætti í Hagaskóla á morgun en rýma þurfti skólann og aflýsa skólahaldi rétt fyrir klukkan tvö í dag þegar kveikt var í heimatilbúinni reykbombu á salerni drengja í skólanum.

Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri segir að allar áætlanir hafi virkað sem skyldi og að rýming skólans hafi gengið vel. Slökkvilið og lögregla komu á vettvang og er nú verið að vinna úr þeim vísbendingum sem fyrir liggja í málinu. Engar skemmdir urðu þegar eldurinn kom upp en aðallega var um reyk að ræða.




Tengdar fréttir

Hagaskóli rýmdur vegna reyksprengju

Rýma þurfti Hagaskóla eftir hádegi í dag þegar að reyksprengju var kastað inn á salerni í skólanum. Að sögn slökkviliðsmanna kom smá eldur upp vegna reyksprengjunnar en greiðlega gekk að slökkva hann. Skólar á höfuðborgarsvæðinu hafa að undanförnu verið að æfa rýmingaráætlanir við eldsvoða og var slíkri áætlun fylgt eftir í þessu tilfelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×