Innlent

Steinunn Valdís hlaut heilahristing þegar hún rann á svelli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinunn Valdís jafnar sig eftir óhappið. Mynd/ Pjetur.
Steinunn Valdís jafnar sig eftir óhappið. Mynd/ Pjetur.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir hlaut heilahristing þegar að hún datt á hálkubletti í nágrenni við heimili sitt í gær. „Ég var bara úti að ganga með hundinn í gær. Það er svona þegar hitinn er við frostmark að þá koma svona svellbunkar. Ég var að fara yfir brekkulækinn þar sem ég bý og lenti þá á einhverjum svona svellbunka og flaug á hausinn," segir Steinunn Valdís.

Steinunn Valdís segist vera að jafna sig. „Maður verður svolítð vankaður, með hausverk og þreytt og syfjuð og svona en mér skilst að það séu einkenni þess þegar maður fær heilahristing," segir Steinunn Valdís.

Steinunn Valdís segist vera rosalega ánægð með þá þjónustu sem hún hafi fengið á slysavarðsstofu Landspítalans í Fossvogi. Þar hafi hún fengið skjóta afgreiðslu og verið send í sneiðmyndatöku til að útiloka að ekki hafi komið brot í höfuðkúpuna eða blæðingar inn á heila. „Ég held að þetta sé svona standard þegar að um höfuðhögg er að ræða," segir Steinunn Valdís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×