Innlent

Óeðlilegt ef ekki er lánað á ákveðnum svæðum

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson. Mynd/Anton Brink
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir óeðlilegt ef lífeyrissjóðir láni ekki út á hús í tilteknum landshlutum. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga lánar ekki fé út á fasteignir á svæðum sem sjóðurinn skilgreinir illseljanleg.

Í fréttum okkar í vikunni sögðum við frá máli manns sem var synjað um lán sem nota átti í framkvæmdir á húsi á Tálknafirði. Húsið er veðbandalaust en samt hafnaði sjóðurinn lánsumsókn mannsins en hann greiðir öll sín gjöld í sjóðinn. Lífeyrissjóðurinn segist ekki lána til staða þar sem eignir séu illseljanlegar.

Halldór Halldórsson er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég get í sjálfu sér ekki dæmt þetta einstaka mál. En út frá öllum sjónarmiðum þá finnst mér mjög óeðlilegt, og ég er ekki að segja að það sé gert í þessu tilfelli, að ákveðin svæði séu tekin út úr. Það er eðlilegt að ákveðin hús séu skoðuð og hugsanlega ákveðin markaðssvæði. Ég er ekkert viss um það að sjóðir eða bankar tapi endilega meira af því lána út á landsbyggðina heldur einhvers staðar annars staðar."

Varðandi ákvæði í reglum lífeyrissjóðsins um að lána ekki til ákveðinni svæða segir Halldór: „Ég er ekki á því að taka eigi þetta ákvæði út úr reglunum. Ég held að það sé hinsvegar ákveðin oftúlkun í þessu einstaka dæmi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×