Rukkar 20 þúsund fyrir samfarir 7. nóvember 2009 19:16 Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina. Breytingar voru gerðar á almennum hegningarlögum í apríl á þessu ári. Með þeim var gert refsivert að kaupa vændi en slíkt getur varðað sektum eða eins árs fangelsi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa vændi en fyrir það geta menn fengið 6 mánaða fangelsi. Þrátt fyrir að auglýsingar séu bannaðar eru dagblöðin full af auglýsingum um vændi. Það er reyndar markaðssett sem líkamsnudd en þó með fullkominni þjónustu. Fréttastofan fékk mann til að hringja í eitt þessara númera sem auglýst eru og spyrja hvað væri í boði. Í samtali þeirra kom fram að konan rukkaði 20 þúsund krónur fyrir kynmök og 15 þúsund fyrir munnmök. Maðurinn pantaði tíma og var ákveðið að hann myndi mæta í Skipholtið, þaðan sem konan starfar, klukkan þrjú. Þegar þangað var komið opnaði hún útidyrnar en varð vör við að fleiri væru með í för. Hún neitaði því að opna dyrnar að íbúðinni. Fréttamaður ræddi við hana í síma. Hún sagðist starfa á eigin vegum. Saga hennar er þó fremur ótrúverðug þar sem hún segist búa á Kúbu en koma hingað til lands tvær vikur í senn til að læra íslensku. Vændið sé til að framfleyta henni - en hún tekur á móti allt að þremur viðskiptavinum á dag. Það skal tekið fram að ekki er ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Nú hálfu ári eftir að lögin voru samþykkt sem gerðu kaup á vændi refsiverð hefur enginn karlmaður og engin kona verið ákærð fyrir slíkt brot. Þó er ljóst að vændi er stundað á Íslandi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að slík mál væru þó til rannsóknar.Mynd/PjeturKolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er meðal þeirra sem barist hefur hvað mest gegn vændi á Íslandi. Hún bendir á að samþykkt hafi verið síðastliðið vor aðgerðaráætlun gegn mansali en þar er skýrt kveðið á um að það þurfi að vinna gegn eftirspurn eftir vændi. „Að mínu mati hefur lögreglan ekki haft þessi mál hafi í forgangi hingað til og það þarf sennilega dálítið meira til heldur en þessa aðgerðaáætlun að það breytist. Það verður auðvitað að taka afgerandi ákvörðun um það innan lögreglunnar að þetta verði meðal forgangsmála," segir Kolbrún. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina. Breytingar voru gerðar á almennum hegningarlögum í apríl á þessu ári. Með þeim var gert refsivert að kaupa vændi en slíkt getur varðað sektum eða eins árs fangelsi. Þá er einnig ólöglegt að auglýsa vændi en fyrir það geta menn fengið 6 mánaða fangelsi. Þrátt fyrir að auglýsingar séu bannaðar eru dagblöðin full af auglýsingum um vændi. Það er reyndar markaðssett sem líkamsnudd en þó með fullkominni þjónustu. Fréttastofan fékk mann til að hringja í eitt þessara númera sem auglýst eru og spyrja hvað væri í boði. Í samtali þeirra kom fram að konan rukkaði 20 þúsund krónur fyrir kynmök og 15 þúsund fyrir munnmök. Maðurinn pantaði tíma og var ákveðið að hann myndi mæta í Skipholtið, þaðan sem konan starfar, klukkan þrjú. Þegar þangað var komið opnaði hún útidyrnar en varð vör við að fleiri væru með í för. Hún neitaði því að opna dyrnar að íbúðinni. Fréttamaður ræddi við hana í síma. Hún sagðist starfa á eigin vegum. Saga hennar er þó fremur ótrúverðug þar sem hún segist búa á Kúbu en koma hingað til lands tvær vikur í senn til að læra íslensku. Vændið sé til að framfleyta henni - en hún tekur á móti allt að þremur viðskiptavinum á dag. Það skal tekið fram að ekki er ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Nú hálfu ári eftir að lögin voru samþykkt sem gerðu kaup á vændi refsiverð hefur enginn karlmaður og engin kona verið ákærð fyrir slíkt brot. Þó er ljóst að vændi er stundað á Íslandi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við fréttastofu að slík mál væru þó til rannsóknar.Mynd/PjeturKolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er meðal þeirra sem barist hefur hvað mest gegn vændi á Íslandi. Hún bendir á að samþykkt hafi verið síðastliðið vor aðgerðaráætlun gegn mansali en þar er skýrt kveðið á um að það þurfi að vinna gegn eftirspurn eftir vændi. „Að mínu mati hefur lögreglan ekki haft þessi mál hafi í forgangi hingað til og það þarf sennilega dálítið meira til heldur en þessa aðgerðaáætlun að það breytist. Það verður auðvitað að taka afgerandi ákvörðun um það innan lögreglunnar að þetta verði meðal forgangsmála," segir Kolbrún.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira