Erlent

Umbótafrumvarp Obama samþykkt

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í nótt umdeilt frumvarp Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um breytingar á heilbrigðiskerfinu þar í landi. Það þykir mikill sigur fyrir Obama að frumvarpið hafi verið samþykkt.

Frumvarpið felur í sér að nær öllum Bandaríkjamönnum verður boðið upp á heilbrigðisþjónustu á viðráðalegu verði og fleiri geta verið sjúkratryggðir. Málið á eftir að fara í gegnum öldungadeild þingsins áður en það verður að lögum.




Tengdar fréttir

Pelosi: Fulltrúadeildin mun samþykkja umbótafrumvarpið

Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fullyrðir að fulltrúadeildin muni samþykkja umdeilt frumvarp Bandaríkjaforseta um umbætur í heilbrigðiskerfinu. Að auki lýsti repúblíkaninn Mike Pence því yfir í gær að barátta repúblíkana væri töpuð og að frumvarpið yrði að lögum. Um leið og hann gaf út þessa yfirlýsingu fordæmdi hann frumvarpið og vinnubrögð demókrata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×