Höskuldur biðst ekki afsökunar 7. nóvember 2009 17:15 Höskuldur Þórhallsson. Mynd/Anton Brink Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að biðja Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmann Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, afsökunar vegna orða sem hann lét falla á þingfundi í vikunni. Eðlilegra væri að Þórunn bæði sig afsökunar. Þórunn krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, við upphaf þingfundar í gær. Höskuldur hafi sagt í þingræðu í fyrradag að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. Þórunn neitaði því hins vegar að Umboðsmaður hafi gefið frá sér slíkt álit. „Öll þau ár sem ég hef verið í þessum sal hefur mér aldrei verið jafn þungt fyrir brjósti og nú," sagði Þórunn. Hún sagði að Höskuldur hlyti að draga ummæli sín til baka og leyfa sannleikanum að njóta sín í sal Alþingis. Höskuldur fjallar um málið á heimasíðu sinni í dag. Hann segir að í áliti umboðsmanns Alþingis frá 29. desember 2008 fari ekki milli mála að umboðsmaður komist að þeirri niðurstöðu að Þórunn hafi brotið lög. „Að mínu mati hefði verið eðlilegt að þingmaðurinn sem sakaði mig um lygar hefði komið fram og beðið mig afsökunar á þeim orðum. Það sem mér finnst hins vegar lítilmannlegt er að þingmaðurinn reyndi í ræðu að leggja mér orð í munn og gefa í skyn að ég hafi sagt að umboðsmaður Alþingis hafi aldrei gefið álit sitt á úrskurðinum um hið sameiginlega mat. Það sagði ég hvergi," segir Höskuldur. Tengdar fréttir Tilfinningahiti í sölum Alþingis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, en hann hafi sagt í þingræðu í gær að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. 6. nóvember 2009 10:42 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að biðja Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmann Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, afsökunar vegna orða sem hann lét falla á þingfundi í vikunni. Eðlilegra væri að Þórunn bæði sig afsökunar. Þórunn krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, við upphaf þingfundar í gær. Höskuldur hafi sagt í þingræðu í fyrradag að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. Þórunn neitaði því hins vegar að Umboðsmaður hafi gefið frá sér slíkt álit. „Öll þau ár sem ég hef verið í þessum sal hefur mér aldrei verið jafn þungt fyrir brjósti og nú," sagði Þórunn. Hún sagði að Höskuldur hlyti að draga ummæli sín til baka og leyfa sannleikanum að njóta sín í sal Alþingis. Höskuldur fjallar um málið á heimasíðu sinni í dag. Hann segir að í áliti umboðsmanns Alþingis frá 29. desember 2008 fari ekki milli mála að umboðsmaður komist að þeirri niðurstöðu að Þórunn hafi brotið lög. „Að mínu mati hefði verið eðlilegt að þingmaðurinn sem sakaði mig um lygar hefði komið fram og beðið mig afsökunar á þeim orðum. Það sem mér finnst hins vegar lítilmannlegt er að þingmaðurinn reyndi í ræðu að leggja mér orð í munn og gefa í skyn að ég hafi sagt að umboðsmaður Alþingis hafi aldrei gefið álit sitt á úrskurðinum um hið sameiginlega mat. Það sagði ég hvergi," segir Höskuldur.
Tengdar fréttir Tilfinningahiti í sölum Alþingis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, en hann hafi sagt í þingræðu í gær að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. 6. nóvember 2009 10:42 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Tilfinningahiti í sölum Alþingis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, en hann hafi sagt í þingræðu í gær að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. 6. nóvember 2009 10:42