Erlent

Ísraelar áhyggjufullir vegna yfirlýsinga Abbas

Abbas tilkynnti fyrr í vikunni að hann ætli ekki fjóða sig fram til endurkjörs í forsetakosningunum eftir áramót.
Abbas tilkynnti fyrr í vikunni að hann ætli ekki fjóða sig fram til endurkjörs í forsetakosningunum eftir áramót. Mynd/AP
Háttsettir embættismenn í Ísrael eru áhyggjufullir vegna nýlegra yfirlýsinga Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, um að bjóða sig ekki fram til endurkjörs í forsetakosningunum sem haldnar verða í janúar næstkomandi. Þeir telja að hugsanlegt brotthvarf Abbas muni koma til með að torvelda allar friðarviðræður á svæðinu.

Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, er sömu skoðunar og segir það ógna friðnum geri Abbas alvöru úr yfirlýsingum sínum um að bjóða sig ekki fram til næsta kjörtímabils.




Tengdar fréttir

Óvissa um framhaldið hætti Abbas

Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, segir það ógna friðnum geri Mahmoud Abbas alvöru úr yfirlýsingum sínum um að bjóða sig ekki fram til næsta kjörtímabils.

Abbas vill hætta -mikið áfall

Mahmoud Abbas forseti palestínumanna mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í forsetakosningum sem haldnar verða í janúar næstkomandi, að sögn aðstoðarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×